69 Villa S. E. Thorleifsson, Aug 10, 1916
[August 10, 1916 Sólskin 1:45]
Stony Hill, Man., 6. júli 1916.
Heiðraði ritstjóri Sólskins.
Eg þakka þér fyrir litla Sólskinið. Eg er eins og hin börnin, mér þykir undur vænt um það. Eg tel aldrei eftir mér að hlaupa á móti þeim sem kemur með póstinn, þrífa af honum pokann, hlaupa með hann inn og steypa úr honum á borðið og hafa sem fljótastar höndur að grípa blaðið “Lögberg”, og ná í innra blaðið til að líta í Sólskinið. En þó ber það ekki allsjaldan við að einhver hendi verður fyrri til að ná í það en eg, og verða þá stundum snörp viðskifti, en samt í gamni, og ætíð er séð um að blaðið ekki skemmist; eg á nefnilega tvær systur, sem vilja ná í það líka.
Hér fylgir vísa sem mömmu var gefin í forskrift, þegar hún var á mínum aldri. Hún er svona:
[…]
Eg á tvo bræður í hernum, sem eg bið guð að leiða og varðveita, og alla sem í þetta stríð eru að fara og eru farnir.
Eg hugsa oft um fólkið sem má líða píslir og þjáningar í stríðslöndunum. Í sambandi við það set eg hér erindi sem eg hefi heyrt ekki alls syrir löngu:
[…]
Með kærri kveðju og virðingu til ritstjórans og allra Sólskinsbarna.
Villa S. E. Thorleifsson, (11 ára.).
⁂
Stony Hill, Man., July 6, 1916.
Honourable editor of Sólskin.
Thank you for the little Sólskin. I’m like the other children, I love it wonderfully. I never hesitate to run up to the one who brings the mail, snatching the sack from him, running inside with it, and pouring it onto the table and having the quickest hand to grab the paper, “Lögberg”, and reach into the paper to look for Sólskin. But it’s not uncommon for some other hand to reach it before me, and then sometimes there is a sharp exchange, but still just for fun, and we always make sure that the paper isn’t damaged; I have two sisters, namely, who want to get it too.
Following here is a verse that my mother was given as a writing lesson when she was my age. It goes like this:
[…]
I have two brothers in the army, whom I ask God to lead and protect, like all who are going to this war and have gone.
I often think of the people who endure suffering and pain in war-torn countries. In connection with this, I put here a stanza that I haven’t heard for a long time:
[…]
With sincere greetings and respect to the editor and all the Sunshine children.
Villa S. E. Thorleifsson, (11 years old).
Note: Villa’s letter was accompanied by two untitled short verses, the first attributed to “P. O.”