92 Two students, Feb 22, 1917

[February 22, 1917 Sólskin 2:21]

Winnipeg, Man. 3. febr. 1917.

Kæri ritstjóri.–

Við höfum varið mörgum skemtilegum stundum við að lesa Sólskin. Við göngum á Jóns Bjarnasonar skóla, og við héldum að þér mundi kannske þykja gaman að heyra um það sem gerðist þar. Stúdentarnir eru fáir, en mjög skemtilegir, sérstaklega einn, sem kann þá fögru list að kveða rímur. Við skemtum okkur tímunum saman við að hlusta á hann. Stúdentunum þykir svo gaman að hlusta á hann að þeir hafa meira að segja beðið hann að kveða úr “Rob Roy”.

Það eru ekki einungis Íslendingar, sem ganga á Jóns Bjarnasonar skóla, heldur eru nú komnir tveir skozkir nemendur, og eru þau mjög hrifin af skólanum.

Við höfum margar skemtilegar og fræðandi stundir, fyrir utan kenslustundirnar. Sérstaklega er það á öðru hverju föstudagskveldi, þegar við höfum okkar skemtifundi. Þar er lesið upp skólablaðið okkar. Ritstjórinn er Bergþór Johnson, sá sem vann gullmedalíuna í fyrra. Með honum eru tveir aðstoðar ritstjórar. Á þessum fundum höfum við kappræður, upplestra, song, og stundum eru sýndar myndir með ágætu myndavélinni okkar, sem svo margir hafa haft svo góð not af. – Eftir alla þessa andlegu fæðu forum við að hugsa um líkamann, þá fáum við okkur kaffi.

Þetta bréf er nú orðið nokkuð langt, og gefur sumum dálitla hugmynd um skemtilega skólann okkar.

Tveir nemendur.

 

Winnipeg, Man. February 3, 1917.

Dear editor,–

We have spent many fun times together reading Sólskin. We go to the Jón Bjarnason Academy, and we thought that you might enjoy hearing about what happens there. The students are few, but are very interesting, especially one, who knows the beautiful art of reciting poetry. We amuse ourselves for hours together listening to him. The students enjoy listening to him so much that they have even asked him to recite from “Rob Roy.”

It isn’t only Icelanders, who go to the Jón Bjarnason Academy, rather now two Scottish students have come, and they are very enthusiastic about the school.

We have many fun and educational moments, in addition to the lessons. Especially, every other Friday evening, when we have our special entertainment gathering. Our school newspaper is read out there. The editor is Bergþór Johnson, who won the gold medal last year. With him, there are two assistant editors. At these meetings, we have debates, readings, songs, and sometimes pictures are shown using our fine slide projector, which so many have made such good use of. – After all of this intellectual nourishment we start to think about the body, then we get our coffee.

This letter is now becoming rather long and gives some small idea about our fun school.

Two students.

License

Share This Book