51 Helgi J. Jónsson, May 18, 1916

[May 18, 1916 Sólskin 1:33]

Hnausa, Man., 22. febr. 1916.

Heiðraði ritstjóri Sólskins.

Eg er einn af þeim mörgu sem þykir vænt um Sólskin og vil þakka þér innilega fyrir það. Eg hlakka meira til þegar blöðin koma, síðan “Sólskin” fór að vera í Lögbergi, og eg les það altaf fyrst.

Jóla engillinn vona eg að mér verði minnisstæður lengi og óska að hans áhrif næðu til allra barna. Eg sendi þér ofurlitlar smásögur í Sólskin, ef þér sýnist að láta þær birtast.

Með virðingu skrifar þetta

Helgi J. Jónsson, 12 ára.

 

Hnausa, Man., February 22, 1916.

Honourable editor of Sólskin.

I am one of the many who love Sólskin and want to thank you sincerely for it. I look forward to when the paper arrives even more since “Sólskin” started to be in Lögberg, and I always read it first.

I hope I will have memories of the Christmas angel for a long time and hope that his influence reaches all the children. I will send you some very short stories for Sólskin, if you think you would like to publish them.

Written with respect.

Helgi J. Jónsson, 12 years old. 

 

Note: The two-part story of “Jóla engillinn” (Engl. “The Christmas angel”) appeared in the December 13, 1916 and January 13, 1916 issues of Sólskin (1:12 & 15).

 

License

Share This Book