7 Tirfingur Hanson, Dec 2, 1915

[December 2, 1915 Sólskin 1:9]

Kæri ritstjóri Sólskins

Það gleður mig að mega segja svolitla sögu af sjálfum mér, og er hún svona. Elsku mamma mín fór til Ameríku, og þá var eg sex ára; hún kom mér fyrir á heimili í Reykjavík á Íslandi og gáf þar með mér og bað um að láta mér liða vel.

Það var 9. maí 1912 að mamma mín og systir María lögðu af stað til Ameríku á póstskipinu Botnia; eg og systir mín, sem enn er í Reykjavík, fylgdum mömmu okkar um borð, og eg man altaf eftir þvi þegar eg var kominn í land aftur og horfði á eftir skipinu, sem flutti hana mömmu mína í burtu. Konan sem eg átti að vera hjá tók mig svo heim með sér og eg var hjá henni í eitt ár. Eg man hvað eg hlakkaði til þess þegar það ár væri liðið að leggja af stað til mömmu minnar, sem var nú komin til Winnipeg. Eg kveið ekki fyrir neinu; eg fór af stað með fjórum manneskjum, sem eg hafði aldrei séð. En þetta eina ár, sem eg var einmana í Reykjavík, man eg altaf; eg grét þá oft og for ut á túnið og lagðist þar á þúfu og hafði húfuna mína undir höfðinu og bað guð að gefa mér það að eg fengi að komast til hennar mömmu minnar. Einu sinni þegar eg hafði beðið hann þess ósköp vel, áður en eg fór að sofa, að hún mamma mín gæti sent mér fargjald, svo ég gæti komist til hennar, þá man eg eftir því að farseðill kom um morguninn frá mömmu minni, og svo fór eg af stað, og áleiðis frá Reykjavík. Á leiðinni til Englands kom til mín maður sem ég þekti ekki og spurði mig hvert ég væri að fara. Eg sagði honum það; og þá spurði hann mig hvort ég væri ekki hræddur að fara svona langt einn; en ég sagði honum að ég væri það ekki, því ég vissi að guð væri með mér; mamma mín hafði sagt mér það, og ég vissi að hún skrökvaði aldrei að mér.

Eftir því sem ég hefi frétt síðan, var þessi maður séra Ástvaldur Gíslason frá Reykjavík, því einhver sagði mér í bréfi frá Reykjavík, að hann hefði sett í blað í Reykjavík að eg hefði talað við sig.

Virðingarfylst

Tirfingur Hanson

Selkirk.

 

P. S.: – Jólaóskin mín er að ég verði góður og trúr drengur; núna er ég aðeins 9 ára og er að læra að lesa íslenzku hjá mömmu minni og er svo í skóla alla skóladaga sem er. – Sami T. H.

 

Dear Editor of Sólskin,

I am glad to be able to tell a little story about myself, and it goes like this. My dear mom went to America when I was six years old; she found a home for me in Reykjavík in Iceland and brought me there and asked that I be well looked after.

It was May 9, 1912 when my mom and my sister María set off for America on the mail ship Botnia; my sister and I, who is still in Reykjavík, followed our mom on board, and I will always remember when I came back ashore and watched the ship as it carried my mom away. The woman that I had to stay with took me home with her, and I stayed with her for one year. I remember I so looked forward to when the year had passed to set off to my mom, who had now arrived in Winnipeg. I wasn’t anxious at all; I set off with four people that I had never seen before. But that one year, that I was lonely in Reykjavík, I will always remember; I often cried then and went out into the field and lay there on the grass and had my hat under my head and prayed to God that I could go to her, my mom. Once, when I had prayed to Him so hard, before I went to sleep, that my mom could send me the fare so I could go to her, I remember that the next morning a ticket came from my mom, and so onward I set off from Reykjavík. On the way to England, a man came up to me, whom I didn’t know, and asked me where I was going. I told him; and then he asked me whether I wasn’t scared to go so far on my own; but I told him that I was not, since I knew that God was with me; my mom had told me that, and I knew that she would never lie to me.

According to what I later heard, this man was Reverend Ástvaldur Gíslason from Reykjavík, because someone told me in a letter from Reykjavík that he had written in a paper in Reykjavík that I had spoken with him.

Respectfully,

Tirfingur Hanson

Selkirk.

 

P.S. My Christmas wish is that I become a good and dependable boy; now I am only 9 years old and am learning to read Icelandic with my mother and am in school every school day. – The same T. H.

License

Share This Book