45 Bertha Bjarnason, Apr 27, 1916

[April 27, 1916 Sólskin 1:30]

Bellingham, Wash.

Herra ritstj. Lögbergs og Sólskins.

Þegar eg sé svo marga skrifa í Sólskin, jafnvel á mínu reki, langar mig til að leggja orð í belg, með fullkomnu þakklæti fyrir það sem Sólskin flytur okkur hinum ungu, sem er birtan og blíðan, sem leiðir barnssálina meira og betur en nokkuð annað, í grend við það sem gott er. Þegar við komum af skólanum, spyrjum við mömmu: “Hvar er Sólskin?” Bendir hún mér og mínum eldri bræðrum á einhvern kafla til að æfa okkur á. Og svo komum við nokkur börn saman á sunnudögum, og þá með okkur einhverjir úr íslenzka félaginu “Kári”, til að vita hvað vel við lesum í Sólskininu. Þá erum við stundum látin skrifa upp úr því kafla og gerum það sem bezt við getum. Við berum góðan hug til Sólskins og ritstjóra þess og óskum honum og blaðinu gæfu og gengis.

Bertha Bjarnason, 8 ára.

 

Bellingham, Wash.

Mister ed. of Lögberg and Sólskin.

When I saw so many others writing to Sólskin, even of my own age, I wanted to add something with complete gratitude for what Sólskin brings to us young people, which is brightness and kindness, which guides a child’s soul, more and better than anything else, toward that which is good. When we come home from school, we ask our mom: “Where is Sólskin?” She points me and my older brothers to some section for us to practice. And so, we gather together some children on Sundays and some of us from the Icelandic club “Kári”, to know how well we read in Sólskin. Then we are sometimes asked to write from that section and do the best that we can. We carry good thoughts for Sólskin and its editor and wish him and the paper good luck and success.

Bertha Bjarnason, 8 years old.

 

License

Share This Book