89 G. O. Einarsson & Kristín Sveinson, Feb 15, 1917

[February 15, 1917 Sólskin 2:20]

Bifröst P.O., Man., 27. nóv. 1916.

Herra ritstjóri Lögbergs:–

Viltu gjöra svo vel og gefa eftirfylgjandi línum rúm í litla barnablaðinu þínu, við fyrstu hentugleika. –

Þess var getið í Lögberg og eins í Heimskringla að Kristín Sveinsson, dóttir Ódds Sveinssonar að Mountain N.-Dak., hefði dáið 28. ágúst í sumar sem leið. Einnig var lítið æfiágrip og vers í síðarnefndu blaði, skrifað af einum af vinum hinnar látnu það syðra.

Amma hennar, Kristín Schram í Geysir bygð í Nýja Íslandi, hefir beðið mig að skrifa nokkur minningar orð um litlu nöfnu sína, og birta þau í Sólskini í Lögbergi, ásamt með mynd af litlu stúlkunni og síðasta bréfið frá henni, sem hvorutveggja fylgir þessum línum.

Þessi litla stúlka var tæpra 10 ára þegar hún dó. Hún misti móður sína þegar hún var á fjórða árinu, og fékk að því leyti snemma að kenna á alvöru lífsins. Öldruð kona, Halldóra Thomson að nafni, sem hefir annast heimilisstörf fyrir föður hinnar látnu, hafði þó gengið henni mjög í möður stað, og kent henni margt gott, bæði til munns og handa. Hún gekk á skóla í Mountain frá því hún var fimm ára, og var sérstaklega ástundunarsamt og hlýðið barn. Þar að auki var hún framúrskarandi skilnings góð, svo henni miðaði vel áfram í skóla-náminu. En heima fyrir lærði hún að lesa og skrifa íslenzku, og tókst það vonum framar, eins og sést á bréfinu, sem hún þó skrifaði eftir að hún var orðin veik. Hún skrifaði ömmu sinnu reglulega bréf í síðastliðin þrjú ár, og sendi henni þá vanalega eitthvað smávegis, sem hún hafði gjört í höndunum.

Um miðjan síðastliðinn vetur veiktist hún og var þá þungt haldin um tíma, en hrestist með vorinu. Það var aðeins skammgóður vermir, því henni sló niður aftur og andaðist hún í ágúst í sumar, eins og áður er sagt.

Henni var sérlega vel til “Sólskins”, og hafði oft minst á það í bréfum sínum að sig langaði til að senda því eitthvað, og það hefði hún eflaust gjört, ef aldurinn hefði orðið lengri. En ef vera kynni að hún fengi að líta í litla blaðið sitt, þá yrði hún ánægðari að sjá þar eitthvað eftir sig sjálfa.

Þinn einl.

G. O. Einarsson.

 

Hér kemur bréfið, sem litla stúlkan skrifaði áður en hún dó:

Mountain, N.-Dak., 17. maí 1916.

Elsku amma mín:–

Eg hefði átt að vera búin að skrifa þér fyrir löngu, en eg hefi verið svo lengi veik, og hefi því ekki getað það; og enn þá er eg lasin. Eg var búin að búa til þennan klút, sem er í bréfinu fyrir meir en mánuði síðan. Eg var nýlögst, þegar eg fékk góða bréfið frá þér og miðana, sem mér þótti mjög vænt um. Pabbi skifti þeim fyrir mig og eg á þá enn. Eg þakka þér ósköp vel fyrir sendinguna og bréfið. – Eg klippi einlægt “Sólskin” úr Lögbergi, og ætla að láta búa til úr því stóra bók. Mér þykir svo vænt um það. Það er svo fallegt og skemtilegt fyrir börn og alla.

Eg held eg megi nú hætta í þetta sinn, því að eg er ekki ennþá sterk að skrifa. Eg bið að heilsa afa og stúlkunum þínum.

Þín elskandi.

Kristín Sveinson.

 

Bifröst, P.O., Man., Nov. 27, 1916.

Mr. Editor of Lögberg:–

Will you please give the following lines some space in your little children’s paper, at the first opportunity. –

It was mentioned in Lögberg and also in Heimskringla that Kristín Sveinsson, daughter of Óddur Sveinsson of Mountain, North Dakota, had died on August 28th in the summer past. There was also a short biography and verse in the latter paper, written by a friend of the deceased in the south.

Her grandmother, Kristín Schram of the Geysir settlement in New Iceland, has asked me to write a few words in memoriam of her little namesake and to publish them in Sólskin in Lögberg, together with a picture of the young girl and the last letter from her, both of which accompany these lines.

This little girl was just 10 years old when she died. She lost her mother when she was four years old and was thus quick to learn the seriousness of life. An elderly woman, namely Halldóra Thomson, who had seen to the housework for the father of the deceased, had however replaced her mother in many ways, and taught her well, both by mouth and by hand. She has gone to school in Mountain since she was five years old and was an especially hardworking and obedient child. In addition, she had an excellent sense of understanding, so she progressed well in her studies at school. But at home, she learned to read and write Icelandic and surpassed expectations, as can be seen in the letter, which she wrote after she had become ill. She regularly wrote letters to her grandmother over the last three years, and usually sent her some small thing, which she had made by hand.

In the middle of last winter, she became ill and was then seriously ill for some time but recovered during the spring. It was only a short-lived respite because she was struck again and died in August of this summer, as mentioned before.

She was particularly fond of “Sólskin” and had often mentioned it in her letters that she wanted to send it something, and she doubtlessly would have done it, if she had lived longer. But if it was possible that she could look at her little paper, then she would be even happier to see something by herself in there.

Sincerely yours.

G. O. Einarsson.

 

Here is a letter, which the little girl wrote before she died:

Mountain, North Dakota, May 17, 1916.

Dear Grandma: –

I have wanted to write to you for a long time, but I have been ill for so long, and haven’t been able to do it; and even still I am poorly. I made this scarf, which is in the letter, more than a month ago now. I was recently laid up when I got the good letter from you and the notes, which I loved very much. Dad exchanged them for me, and I still have them. Thank you very much for the package and the letter. – I clip Sólskin out from Lögberg all the time and would like to make a big book out of it. I love it so much. It’s so beautiful and fun for children and everyone.

I think that I should stop at this time for now, since I’m still not strong enough to write. I pray for grandpa’s health and for your girls.

Lovingly yours.

Kristín Sveinson.

 

License

Share This Book