18 Guðrún Vigfússon, Jan 20, 1916

[January 20, 1916 Sólskin 1:16]

Oak View, Man., 8. jan 1916.

Kæri ritstjóri Sólskins.

Þó að eg sé að færast af barnsaldrinum, þykir mér skemtilegt að baða mig í “Sólskini”, eins og litlu börnunum. Og nú ætla eg að minnast á hana Láru vinstúlku mína. Mér er vel við hana, af því hún er æfinlega góð stúlka og mannúðleg, nægir að benda á eitt dæmi því til sönnunar.

Foreldrar hennar bjuggu út á landsbygðinni þegar eg kyntist henni. Einu sinni langaði hana að finna vinstúlku sína er átti heima sex mílur í burtu. Bað hún foreldra sína leyfis að mega heimsækja hana, og var það veitt. Eigi voru hestar til reiðu, svo hún varð að fara gangandi. Og setti hún það ekki fyrir sig. Létt sem hind á vordegi, þaut hún á stað. En er hún hafði farið tæpa mílu, kom gömul kona út af hliðarstíg og gekk í sömu átt og hún. Hún heilsaði konunni alúðlega og urðu þær samferða. Ekki höfðu þær farið langt, er frændi Láru kom keyrandi á eftir þeim. Bauð hann Láru sæti við hlið sér, því ekki hafði hann rúm fyrir þær báðar. En Lára var ekki á því að skilja gömlu konuna eftir gangandi, og sagði henni að þiggja keyrsluna í sinn stað. Konan, sem orðin var ellihrum, þáði boðið, og skildu þær með vináttu og hlýjum hug.

Börnin góð! Farið að dæmi Láru, og sýnið gamla fólkinu ætið velvild og blíðu, það léttir því sporin á lífsbrautinni, og, – sjálfum ykkur líður betur.

Guðrún Vigfússon

 

Oak View, Man., January 8, 1916.

Dear editor of Sólskin.

Although I am moving out of my childhood, I find it fun to bathe in “Sólskin”, like the little children. And now I would like to mention here my girlfriend Lára. I like her so much because she is always a good and humane girl, and it suffices to point to one example as proof.

Her parents lived out in the countryside when I met her. Once she wanted to visit a girlfriend who lived six miles away. She asked her parents for permission to visit her friend, and they allowed it. There were no horses to ride, so she had to walk. And she didn’t see this as an obstacle. As light as a deer in spring, she dashed off. But when she had gone nearly a mile, an old woman came out from a side path and was going in the same direction as her. She greeted the woman pleasantly and they traveled together. They hadn’t traveled long when Lára’s relative drove up behind them. He offered Lára a seat beside him since he didn’t have space for them both. But Lára wasn’t about to leave the old woman behind to walk and told her to accept the ride in her place. The woman, who was old and infirm, accepted the invitation, and they parted with friendship and warm thoughts.

Good children! Follow Lára’s example and always show elderly people goodwill and gentleness, it will lighten the steps on life’s path, and – make you feel better yourself.

Guðrún Vigfússon

 

License

Share This Book