107 Sigríður Margrét Bailey, Aug 9, 1917

[August 9, 1917 Sólskin 2:44]

Elgin, Man. 27. júlí 1917.

Kæri herra:–

Amma mín hefir blaðið þitt, og þegar eg fór að finna hana sá eg sólskin. Eg er 8 ára gömul og eg er í IV. bekk í skólanum. Eg fer reglulega í skóla, en eg kem of seint stundum. Mér þætti gaman að þú létir þetta í Sólskin. Eg á heima í Elgin og amma mín er í Beresford. Það eru fimm kenslustofur í skólanum okkar. Amma mín á heima 20 mílur héðan. Eg hefi aldrei séð blaðið þitt fyrri en eg kom til ömmu. Eg fer til hennar hvenær sem eg get, því eg fæ að leika mér þar. Eg kann ekki vel að tala íslenzku, en eg er að reyna eins vel og eg get að læra hana. Nú ætla eg að hætta. Þín einlæg.

Sigríður Margrét Bailey.

 

Elgin, Man. July 27, 1917.

Dear sir:–

My grandmother has your paper, and when I went to see her, I saw Sólskin. I am eight years old, and I am in fourth grade in school. I go to school regularly, but sometimes I arrive too late. I would enjoy it if you put this in Sólskin. I live in Elgin and my grandmother is in Beresford. There are five classrooms in our school. My grandmother lives 20 miles from here. I never saw your paper before I arrived at grandmother’s. I go see her whenever I can since I get to play there. I can’t speak Icelandic well, but I am trying as hard as I can to learn it. Now I would like to stop. Sincerely yours.

Sigríður Margrét Bailey.

 

License

Share This Book