46 G. J. M. Guðmundsson, Apr 27, 1916

[April 27, 1916 Sólskin 1:30]

Kæra ritstjóri Sólskins.

Eg þakka þér kærlega fyrir Sólskin, mér þykir gaman af því. Eg ætla að senda Sólskini ofurlitla sögu; hún er á þessa leið:

Það var heima á Íslandi, þegar mamma mín var lítil stúlka á sjöunda ári. Það var á aðfangadagskveld jóla. Allir voru komnir upp í rúm, og ljós logaði í baðstofunni. Allir voru sofnaðir nema mamma, hún sat uppi í rúminu sínu og var að skoða lítilfjörlega myndabók, sem henni var gefin í jólagjóf, og gat ekki sofnað af kátinu yfir því að blessuð jólin voru komin og af því ljósin loguðu. En þegar hún er búin að sitja uppi dálitla stund, þá heyrir hún að gengið er um bæinn og fótatakið færist nær, þangað til að baðstofuhurðinni var lokið upp og inn kemur lítil og lagleg stúlka, á að gizka 10 til 11 ára og kemur inn eftir gólfinu, lítur í kringum sig og gætir vel að öllu. (Systkini mömmu voru mörg og voru þeim gefin kerti, og var einu kertinu skift á milli 4 krakkanna, og létu þau kertin sín, þegar þau slöktu á þeim, upp undir sperru). Stúlkan steig upp á rúmstokkinn á öllum rúmunum og skoðaði alla kertisstúfana, nema þann sem var uppi yfir rúmi foreldra hennar, og var hún mjög hýrleit og brosandi, og lét svo hvern stúfinn á sama stað. En mamma lagðist út af af hræðslu þegar hún steig upp á fyrsta stokkinn. Hana dauðlangaði til að segja henni að hún mætti eiga kertisstúfinn. En hún gat ekki talað fyrir hræðslu, en sá þó að hana langaði til að eiga hann. Svo fór hún út eins og hún kom. En mamma hljóðaði upp af hræðslu þegar hún var farin svo mamma hennar vaknaði og spurði hana hvað að henni gengi, og sagði hún henni alla söguna, og sagði mamma hennar henni að hún hefði ekki þurft að vera hrædd, hún hefði átt að segja henni að hún mætti eiga kertið.

Þetta er nú stutt saga, en hún er sönn.

Mikið þótti mér gaman að vísunum í blaðinu um fuglinn og hann Fúsa. Eg er búin að læra þær.

Svo óska eg þér og öllum Sólskinsbörnunum gleðilegs sumars.

Með vinsemd.

G. J. M. Guðmundsson, 8 ára.

Mikley, Man.

 

Dear editor of Sólskin.

Thank you sincerely for Sólskin, I enjoy it. I would like to send Sólskin a little story; it goes like this:

It was back home in Iceland, when my mom was a little girl in her seventh year. It was Christmas Eve. Everyone had gone to bed except mom, and the light was burning in the main room. Everyone was sleeping except mom, she sat up in her bed and was looking at a little picture book, which was given to her as a Christmas present, and she couldn’t go to sleep from the excitement that Christmas had arrived and because the lights were burning. But when she had been sitting up for a little while, then she hears someone walking around the farm and the footsteps get closer, until the main door was opened and a pretty little girl, of around 10 or 11 years old, comes in across the floor, looks around and is very careful (mom had many siblings and they were all given candles, and one candle was divided between the 4 kids, and they left their candles, when they put them out, up under the rafters.) The girl climbed up on the side of all the beds and looked at all the candlesticks except the one that was above her parents’ bed, and she was smiling and very happy, and so left each stick in the same place. But mom lay still out of fear when she climbed up onto the first platform. She gravely wanted to tell her that she could have the candlestick. But she couldn’t speak out of fear but could see that she wanted to have it. Then she went out just as she had come. But mom cried out in such fear when she left that her mom woke up and asked her what happened to her, and she told her the whole story, and her mom told her that she didn’t have to be scared, she should have told her that she could have the candle.

Now, this is a short story, but it’s true.

I very much enjoyed the verses in the paper about Fúsi and the bird. I have finished learning them.

So, I wish you and all the Sunshine children a happy summer.

In friendship.

G. J. M. Guðmundsson, 8 years old.

Mikley, Man. 

 

Note: The verses about Fúsi and the bird, written by Siggi Júl., appeared in the March 9, 1916 issue of Sólskin (1:23).

 

License

Share This Book