40 Thorvardur Sveinsson, Mar 9, 1916
[March 9, 1916 Sólskin 1:23]
Howardville, 7. febr. 1916.
Heiðraði ritstjóri Sólskins!
Kæra þökk fyrir litla góða blaðið Sólskin, i stóra blaðinu Lögbergi. Mér þykir vænt um það, og eftir að eg hefi lesið það alt, fer eg að lesa i stóra blaðinu (Lögberg) og þakka eg þér einnig fyrir hvað þú ert þar tillögu góður um margt, en þó sérstaklega fyrir hvað þú studdir þar vel jafnrétti mömmu og allra Sólskinsbarna mæðra við karlþjóðina. Eg hef oft lesið hvað þú hefir um það skrifað, og nú síðast um sigurvinning þeirra, og þótti mér gaman að. Eg tók fyrst eftir því i blaðinu og gat svo sagt mömmu fréttina.
Með kveðju til þín og allra Sólskinsbarna.
Thorvardur Sveinsson, 12 ára.
⁂
Howardville, February 7, 1916.
Honourable editor of Sólskin!
Thank you sincerely for the good little newspaper Sólskin in the big newspaper Lögberg. I love it, and after I have read it all, I start to read the big newspaper (Lögberg) and I am thankful too for what a good proponent you have been for many things, though especially for how you have supported the equality of my mom and of all the Sunshine children’s mothers with men. I have often read what you have written about it, and most recently about their victory, and I enjoyed it. I was first to notice it in the paper and so could tell my mom the news.
Greetings to you and all of the Sunshine children.
Thorvardur Sveinsson, 12 years old.