81 Svava Bárdal, Oct 26, 1916

[October 26, 1916 Sólskin 2:4]

Kæri ritstjóri Sólskins.

Þetta hefir verið rétt kallaður gleðidagur. Í morgun var alt hvít af snjó (fyrsti snjór á haustinu), svo eg gat farið í snjókast við hin skólabörnin á leiðinni í skólann. En þegar eg kom heim á hádegið þá var farið að þiðna svo eg var blaut í fæturna. Þá gaf pabbi mér vatnshelda skó (“rubbers”). – Svo í kveld fékk eg Sólskinið. Það kom sér vel, því þetta var sólskinslaus dagur.

Eg fór að lesa söguna af lífverði konungsins og mér þótti svo gaman að henni að eg fór að reikna út öll dæmin og eg sendi þér þau eftir röð.

[…]

Með beztu óskum til Sólskins um góða og langa lífdaga. Með virðingu.

Svava Bárdal.

 

Dear editor of Sólskin.

This can rightfully be called a joyful day. In the morning everything was white with snow (the first autumn snow), so I could throw snowballs with the other school children on the way to school. But when I came home at noon it was starting to melt so my feet were wet. Then my dad gave me waterproof shoes (“rubbers”). – So, in the evening I got Sólskin. It turned out well since this was a sunless day.

I started to read the story of the king’s bodyguard, and I enjoyed it so much that I started to calculate all the examples and I am sending them to you in order.

[…]

With best wish to Sólskin for a good and long life. Respectfully.

Svava Bárdal.

 

Note: The story of the king’s bodyguard Svava refers to appeared in the October 19, 1916 issue of Sólskin; her solutions to a puzzle contained in the story accompanied her letter.

License

Share This Book