"

31 Stefán B. Ísdal, Feb 24, 1916

[February 24, 1916 Sólskin 1:21]

Cloverdale, B.C., 6. febr. 1916.

Kæru Sólskinsbörn.

Eg gleðst af því að eg sé að þið eruð farin að fjölga, sem skrifið í Sólskin, og ætla eg að vera í hópnum. Eg sé að jafnaldri minn, Lárus Scheving, hefir skrifað í síðasta blað. Eg er fæddur austan við Manitobavatn, en fluttist hingað vestur fimm ára og er nú orðinn átta ára gamall. Eg byrja þá að skrifa í blað, og hugsa eg til að hafa mikið gaman af því og sömuleiðis af því að lesa bréfin ykkar. Því með tímanum þekkjum við hvert annað í gegnum bréfin okkar, þó langur vegur sé á milli. Mikil ánægja má okkur vera í því að mega skrifa sjálf í blað. Við getum svo margt skrifað okkur til gamans.

Svo kveð eg ykkur öll, með beztu óskum til ykkar allra.

Stefán B. Ísdal

 

Cloverdale, B.C., February 6, 1916.

Dear Sunshine children.

I am glad to see that you are growing in number, those who write to Sólskin, and I want to be in your group. I saw that my peer, Lárus Scheving, wrote in the last issue. I was born on the east side of Lake Manitoba but moved here to the west five years ago and am now eight years old. I have now started to write to the paper, and I think I enjoy it very much and also enjoy reading your letters. Over time we get to know each other through our letters even though the distance between us is great. We can be very satisfied to be able to write in the paper ourselves. We are able to write so many things for our own enjoyment.

So, I say goodbye to you all, with best wishes to you all.

Stefán B. Ísdal