1 Ósk Ragna Soffia Johnson, Oct 28, 1915
[October 28, 1915, Sólskin 1:4]
Kæri ritstjóri Sólskins, –
Eg er átta ára og hefi mikið gaman af að lesa. Eg bíð því sjaldan lengi með að taka blöðin þegar þau koma.
Fyrsta daginn sem Sólskinið kom tók eg blöðin að vanda og ætlaði að fara að lesa sögurnar; rak eg þá augun í Sólskinið. Eg leit yfir það og var ekki sérlega sein á mér að klippa það úr, til að vera viss um að missa það ekki.
Eg er strax farin að hlakka til að hafa Sólskinið mitt bundið í bók, sem eg á sjálf.
Ósk Ragna Soffia Johnson.
Dog Creek, Man.
⁂
Dear Editor of Sólskin, –
I am eight years old and enjoy reading so much. I seldom wait long before taking the paper when it arrives.
The first day that Sólskin arrived, I carefully took the paper and began to read the stories; then I noticed Sólskin. I looked through it and wasn’t especially slow clipping it out to be sure not to lose it.
I am already looking forward to having my Sólskin bound in a book, which I will keep for myself.
Ósk Ragna Soffia Johnson.
Dog Creek, Man.