"

130 Ólöf Egilsson, Aug 29, 1917

[August 29, 1917 Sólskin 2:47]

Wild Oak P. O., Man. 14 ágúst 1917.

Kæri ritstjóri Sólskins.

Hér með sendi eg þér upphæðina sem eg var að reyna að safna í Sólskinssjóðinn. Við erum mjög þakklát fyrir þessa góðu hugmynd þína. Eg hafði svo lítinn tíma að safna, því við systkinn þurfum að hjálpa pabba við heyskapinn. – Eg er þér mjög þakklát fyrir Sólskin því mér þykir svo vænt um það. – Þú gerir svo vel og lætur ekki þetta bréf á prent, því það er svo ófullkomið. En nöfn gefendanna gerir þú svo vel og birtir.

Svo enda eg þessar línur með kærri kveðju til þín og Sólskinsbarnanna. – Þín einlæg.

Ólöf Egilsson.

 

Ólöf litla þarf ekki að skammast sín fyrir þetta bréf. Sólskin þakkar fyrir það.

 

 

Wild Oak P. O., Man. August 14, 1917.

Dear editor of Sólskin.

I am sending along the amount that I was trying to collect for the Sólskin-fund. We are very grateful for this good idea of yours. I had so little time to collect since we siblings need to help dad with the haymaking. – I am very grateful for Sólskin since I love it so much. – Please don’t put this letter in print since it’s so flawed. But please print the names of the donors.

So, I end these lines with sincere greetings to you and the Sunshine children. – Sincerely yours.

Ólöf Egilsson.

 

Little Ólöf needn’t be ashamed of this letter. Sólskin is grateful for it.