"

102 Martha Violet Guðlaugsson, Jul 19, 1917

[July 19, 1917 Sólskin 2:41]

Clairmont, 16. febrúar 1917

Kæri herra ritstjóri Sólskins.

Mér þykir gaman að Sólskini og vil vera sólskins barn. En nú er oft kalt og dimt veður og mér finst varla nógu mikið sólskin, svo eg ætla að reyna að skrifa nokkrar línur, en eg er hrædd um að þér þyki þær ekki þess virði að láta þær í Sólskins blaðið okkar, sem mér þykir svo gaman að. Eg les það fyrir systkini mín, þegar við getum ekki verið úti að leika okkur. Pabbi minn kaupir ekki Lögberg, en við fáum það lánað og geymum Sólskin. Eg hefi ekkert gengið á skóla. Það er engin skóli nær en 7 mílur, en eg reyni að læra heima alt sem eg get, í reikningi er eg byrjuð á deilingu. Eg hefi von um að geta gengið í skóla næsta sumar og verða þó víst 4 mílur að fara. Í meira en 4 ár vorum við eina íslenzka fjölskyldan á Grand Prairie; en síðastliðinn vetur, fyrir jól, kom önnur íslenzk fjölskylda hingað og þótti mér gaman að fá íslenzk börn í nágrennið. Fyrst þegar þau komu til okkar horfðum við á þau eins og álfa úr undirheimum, en það entist ekki lengi og eftir litla stund vorum við farin að leika okkur eins og gamlir kunningjar. – Þegar eg var 4 ára fóru pabbi og mamma hingað vestur og keyrðum við yfir 500 mílur á vagni, og fanst okkur oft dagarnir langir, því brautin var vond og oftast rigning. Við höfðum tjald yfir vagninum og sváfum í honum á nóttunni og sátum í honum á daginn. Klukkan 5 eftir hádegi komum við á land það sem pabbi hafði keypt. Var þá gott veður og gleymi eg aldrei fyrsta verkinu mínu, en það var að eg og systir mín sem þá var 2 ára hlupum í stóran berja runn og týndum hátt í fötu af fallegum berjum og vorum við glaðar yfir að þurfa ekki að fara á stað í vagninum næsta morgun. Pabbi fór að setja upp tjald til að búa í, en mamma að búa til kveldmat. Ekkert hús og enginn maður sást hvar sem litið var, en strax og fór að dimma byrjuðu úlfarnir að góla og gelta með miklum hávaða í öllum áttum, eins og þeir væru að segja hver öðrum að nú væru komnir nýir nágrannar og að þeir hér eftir myndu ekki einir njóta andanna og prairie hænanna, sem voru svo þéttar og spakar að það mátti næstum taka þær með höndunum; fólk lifði á þeim fyrstu árin, en nú sjást þær ekki. Það tók okkur 5 vikur og þrjá daga út hingað frá Winnipeg.

H. Guðjónsson frá Laxnesi var í sumar að segja okkur frá sólbjörtu nóttunum heima á Íslandi. Én við hérna í vestrinu höfum líka sólbjartar nætur. Það eru tveir og hálfur klukkutími sem við sjáum ekki sólina þegar lengstur er dagur; en í staðinn fyrir fjöllin heima á Íslandi höfum við falleg skógarbelti með berum hæðum og lautum og smá lautum á milli og svo sjáum við Klettafjöllin í suðvestri.

Eg held eg hætti nú þessu rugli; eg er svo hrædd um að það sé ekki nógu vel úr garði gert, til þess að þú kæri ritstjóri getir tekið það í sólskinsblaðið okkar; en mig langar til að biðja þig að gera svo vel og laga fyrir mig það sem rangt er skrifað.

Enda eg svo þetta blað með bezta þakklæti til ritstjórans fyrir hans vel hugsaða blað og með kærri kveðju til allra sólskins barna.

Martha Violet Guðlaugsson, 9 ára

 

Clairmont, February 16, 1917

Dear Mr. Editor of Sólskin,

I enjoy Sólskin and I want to be a Sunshine child. But the weather now is often cold and dark, and I find there to be hardly enough sunshine, so I would like to try to write a few lines, but I’m afraid that you won’t think them worthy enough to put in the pages of our Sólskin paper, which I enjoy so much. I read it to my siblings when we cannot go outside to play. My father doesn’t buy Lögberg, but we get it on loan and keep Sólskin. I have never gone to school. There is no school closer than 7 miles, but I try to learn all that I can at home, in arithmetic, I am starting in on division. I hope to be able to go to school next summer and will still have to go 4 miles. For more than 4 years we were the only Icelandic family in Grand Prairie; but last winter, around Christmas, another Icelandic family came here, and I enjoyed having Icelandic children in the neighborhood. When they first came to us, we watched them like elves from the underworld, but that didn’t last long and after a short time we began to play together like old friends. – When I was 4 years old my father and mother came here to the west, and we drove over 500 miles in a wagon, and we often found our days were long, since the road was bad, and it usually rained. We had a tent over the wagon and slept in it at night and sat in it during the day. At 5 in the afternoon, we came to the land that my father had bought. The weather was good, and I will never forget my first job, which was when my sister, who was 2 then, and I ran into a big berry bush and collected about a bucketful of beautiful berries, and we were glad that we didn’t have to go someplace in the wagon the next morning. Father started to set up the tent to live in, and mother made dinner. Not a house or a person could be seen anywhere, but as soon as darkness fell the wolves began to bark and howl very loudly in all directions as if they were telling one another that new neighbors had now arrived and that henceforth they wouldn’t be alone in enjoying the ducks and prairie hens, which were so abundant and tame that you could nearly take them by hand; people lived off of them for the first few years, but now you never see them. It took us 5 weeks and three days to get here from Winnipeg.

In the summer, H. Guðjónsson from Laxnes told us about the sunny nights at home in Iceland. But we here in the west also have sunny nights. There are two and half hours during which we don’t see the sun when the day is longest; but instead of the mountains at home in Iceland we have beautiful bands of forest with bare hills and hollows and small hollows between, and then we can see the Rocky Mountains to the southwest.

I think I’ll stop this nonsense now; I am so scared that it isn’t done well enough for you dear editor to put it in our Sólskin paper; but I want to ask you to please fix for me that which is written incorrectly.

I will end this letter with the greatest gratitude for the editor for his well-thought-out paper and with best wishes to all of the Sunshine Children.

Martha Violet Guðlaugsson, 9 years old