129 Margrét S. Ólafsson, Aug 29, 1917
[August 29, 1917 Sólskin 2:47]
Mary Hill P. O., Man. 11. ágúst 1917
Kæri ritstjóri Sólskins.
Eg sé að litlu börnin eru að gefa í samskotalista Sólskins, og langar mig að vera með. Eg sendi 50 cent sem eg vann mér inn í skólafríinu. Eldri systkini mín voru að fella net, og eg vatt felliþráðinn á nálarnar, og fyrir það fékk eg þessa peninga. Eg var 7 ára 22. júlí. Eg er búinn að ganga 2 mánaði á skóla og líkar það vel, bara dálítið þreytt þegar heitt er, það er yfir 2 mílur, sem eg verð að fara. Eg hlakka æfinlega til þegar Sólskins blaðið kemur, það er svo gaman að lesa það. Mamma mín er búinn að láta binda fyrri partinn í bók og gaf mér. Bróðir minn, sem er 11 ára á að fá næstu bókina. Eg get ekki skrifað meira.
Vinsamlegast.
Margrét S. Ólafsson
⁂
Mary Hill P. O., Man. August 11, 1917
Dear editor of Sólskin.
I see that the little children are donating to the Sólskin collection list, and I want to be a part of it. I am sending 50 cents that I earned during the school holidays. My elder siblings were sewing nets, and I wound the thread on the needles, and for that, I got this money. I was seven years old on July 22nd. I have been going to school for two months and like it, I’m just a little tired when it’s hot, it’s over two miles I have to go. I always look forward to when the Sólskin paper arrives, I enjoy reading it so much. My mother had the first part bound in a book and gave it to me. My brother, who is eleven years old will get the next book. I cannot write anything more.
In friendship.
Margrét S. Ólafsson