"

35 M. G. R. S., Mar 2, 1916

[March 2, 1916 Sólskin 1:22]

Kæri ritsjóri Sólskins.

Eg þakka þér kærlega fyrir fallega Sólskinið okkar, sem okkur börnunum þykir mjög gaman að lesa. Það er svo að heyra að við séum öll lesandi. Þegar við erum orðin stór, þá þykir okkur gaman að lesa það aftur. Eg er eins og hin börnin og er að safna því saman og ætla svo að láta búa til bók úr því, ef mér endist aldur til þess.

Með vinsemd og virðingu.

M. G. R. S.

 

Dear editor of Sólskin.

Thank you sincerely for our beautiful Sólskin, which us children enjoy reading very much. It sounds like we are all readers. When we grow up, then we will enjoy reading it again. I’m like the other children and am collecting it together and would like to have a book made out of it, if I live long enough to do it.

With friendship and respect.

M. G. R. S