"

34 Lily Blosom Johnson, Mar 2, 1916

[March 2, 1916 Sólskin 1:22]

Kæri herra.

Beztu þakkir fyrir Sólskin í blaðinu þinu. Eg og bróðir minn hjálpum hvort öðru að lesa það. Við skrifum bæði illa íslenzku.

Við göngum bæði á sunnudagaskóla og höfum ágætan kennara, svo eg vona að við verðum bæði búin að læra vel íslenzku eftir eitt ár. Eg var 10 ára gömul 28. jan. Mamma sendi mig í burtu svolítla stund og þegar eg kom heim aftur var eg alveg hissa; það varu komnar 17 stúlkur og drengir sem sátu í framherberginu og voru að skoða myndablöð. Þó eg væri hissa, þótti mer vænt um að sjá þau. Einn af drengjunum hafði með sér myndavél og sýndi um 100 myndir. Við sátum öll þegjandi í myrkrinu á meðan. Svo fórum við að leika okkur. Það voru sjö fullorðnir hjá okkur líka. Gestirnir höfðu komið með allskonar sælgæti með sér og við átum það. Afmæliskakan mín var ósköp falleg, með 10 kertum, og nafninu mínu á. Svo lékum við okkur þangað til kl. 11. Þá sagði fólkið að tími væri kominn til að fara heim. Eg er þeim öllum mjög þakklát fyrir komuna.

Eg kveð svo þig og öll Sólskinsbörnin.

Lily Blosom Johnson.

667 Alverstone St.

 

Dear Sir.

Thank you very much for Sólskin in your paper. My brother and I help each other read it. We both write poorly in Icelandic.

We both go to Sunday school and have a good teacher, so I hope that we will both have learned good Icelandic in a year. I was 10 years old on January 28th. My mom sent me away for a while and when I came back home, I was completely surprised; 17 girls and boys had arrived and were sitting in the living room looking at picture books. Although I was surprised, I loved to see them. One of the boys had a slide projector with him and showed around 100 pictures. We all sat in silence in the dark in the meantime. And then we all played together. There were seven grownups with us too. The guests brought all kinds of sweets with them, and we ate them. My birthday cake was very beautiful, with 10 candles, and my name on it. So, we played together there until 11 o’clock. Then people said that it was time to go home. I am very grateful to them all for coming.

So, I say goodbye to you and all of the Sunshine children.

Lily Blosom Johnson

667 Alverstone St.