41 Laurens Asmundson, Apr 6, 1916

[April 6, 1916 Sólskin 1:27]

 Silver Bay, 10. marz 1916.

Heiðraði, kæri ritstjóri Sólskins og Lögbergs.

Eg ætla að reyna að myndast við að skrifa svolitla sögu í Sólskin, eins og eg sé að mörg börn gera á mínum aldri og yngri.

Fyrir þrem árum fanst mér eg standa einmana uppi í heiminum. Mamma kvaddi mig, hún var að fara á hospítailð, dauðveik. Eg spurði hana hvenær hún ætlaði að koma aftur. Hún sagði: “Þegar guð vill”, með fleiru sem hún sagði við mig, eg horfði eins lengi á eftir henni og eg gat. Eg ætla ekki að láta hér allar tilfinningar í ljósi því viðvíkjandi. Eg fór út i skóg að leika mér við náttúruna, sem þá var að vakna af vetrardvalanum. Eg vil ráðleggja ykkur, kæru Sólskinsbörn, að leika ykkur við náttúruna þegar illa liggur á ykkur. – Jæja, mamma kom heim aftur eftir fimm vikur. Dr. B. J. Brandson læknaði hana, og hefir hún ekki fundið til nokkurs meins síðan, og gaf henni upp alla skuldina, eins og ekki er óvanalegt af þeim heiðursmanni. Fyrir þetta hefi eg heyrt hana óska honum alls góðs, og ekki einasta honum, heldur og hans í þriðja og fjórða lið.

Svo að endingu ætla eg að segja eitthvað ósköp gott um þig fyrir Sólskin, sem mér þykir svo ósköp vænt um. En mamma segir að eg þurfi þess ekki, því bæði Sólskin og önnur málefni sem þú ræðir um, tali fyrir sig sjálf.

Með beztu óskum til þín og allra Sólskinsbarnanna.

Laurens Asmundson.

 

Silver Bay, March 10, 1916.

Honourable, dear editor of Sókskin and Lögberg.

I would like to try to make an effort to write a little story to Sólskin, as I see that many children of my age or younger do.

For three years I found myself standing alone in the world. My mom said goodbye to me, she had gone to the hospital, deathly ill. I asked her when she would come back. She said: “When God wills it” and while she said more, I followed her with my eyes as long as I could. I won’t express all my feelings here concerning this. I went out into the forest to play in nature, which was then waking from winter hibernation. I want to advise you, dear Sunshine children, to play in nature when you feel bad. – Well, mom came home after five weeks. Dr. B. J. Brandson treated her, and she hasn’t felt any illness since then, and he wrote off her debts, as isn’t uncommon of that gentleman. Because of this, I have heard her wish him all the best, and not only him, but also his third- and fourth-generation descendants.

So, in closing, I would like to say something very good about you for Solskin, which I love so very much. But mom says that I don’t have to do this, since both Solskin and other topics that you discuss speak for themselves.

With best wishes to you and all the Sunshine children.

Laurens Asmundson.

 

License

Share This Book