"

74 Jónveig J. Thorvaldson, Sep 7, 1916

[September 7, 1916 Sólskin 1:50]

Stony Hill, Man. 18. ág. 1916.

Kæri ritstjóri Lögbergs.

Beztu þakkir fyrir Sólskinsblaðið. Mér datt í hug að fylgjast með hinum börnunum og rita í blaðið nokkrar línur. Það er skólafrí hjá okkur núna, og hefi eg því lítið að gera, nema þegar eg fer út að tína ber. Eg geng á franskan skóla. Öll börnin eru kaþólsk nema við 3 systurnar. Eg get ekki varist að hlæja stundum, þegar verið er að kenna kaþólskuna, það þarf að telja tölur sínar á perlufesti og allra handa siði, eða þá þegar presturinn kemur inn á siðu hempunni, og alla þá virðingu sem þarf að sýna honum. Mér þykir gaman að ganga á skóla, en eg mundi hafa betra af því ef engin franska væri kend.

Ef þessar línur les Skúli Frímann, sem einu sinni bjó á Downing stræti, biður mamma mín mömmu hans að senda henni utanáskrift hennar.

Kær kveðja til allra sem vilja þiggja kveðju mína. Virðingarfylst.

Jónveig J. Thorvaldson, 9 ára.

 

Stony Hill, Man. August 18, 1916

Dear editor of Logberg.

Thank you very much for the Sólskin paper. It occurred to me to follow the other children and to write a few lines to the paper. It’s now school holidays for us, and I have little to do, except when I go out to pick berries. I go to a French school. All of the children are Catholic except for us 3 sisters. I cannot help from laughing sometimes, when being taught Catholicism, it’s necessary to count one’s numbers on a string of pearls and all sorts of customs, or when the priest enters in a long cassock, and all the respect that must be shown to him then. I enjoy going to school, but I would be better off if no French was taught.

If these lines are read by Skúli Frímann, who once lived on Downing Street, my mother asks your mother to send her address to her.

Sincerest greetings to all who wish to receive my greetings. Respectfully.

Jónveig J. Thorvaldson, 9 years old.