"

132 Jónína Thorarinsson, Sep 6, 1917

[September 6, 1917 Sólskin 2:48]

Ritstjóri Lögbergs. Háttvirti herra.

Innilegt þakklæti frá mér, mömmu minni og bróður mínum fyrir Sólskinsblettina í yðar heiðraði blaði, Lögbergi.

Eins og blómin sem fæðast á vorin og alast upp við ylgeisla, sem stafa á þau frá vanga sólarinnar. Eins vermir og vekur Sólskinið í Lögbergi hverja góða hugsun í hjörtum æskulýðsins.

Mikið innilega er uppástungu yðar tekið hjá öllu velhugsandi fólki að við börnin tökum höndum saman og myndum Sólskinssjóð til styrktar Gamalmennaheimilinu Betel á Gimli. Þessi uppástunga yðar í Sólskini ætti að vekja kristilegan kærleika í hjörtum allra góðra barna, og sorglegt væri það ef nokkur börn fyndust meðal vor Íslendinga, sem annað hvort mættu ekki eða gætu ekki styrkt þetta góða fyrirtæki.

En nú ætla eg að gera þá uppástungu, hvort ekki gamla fólkið (gömlu Sólskinsbörnin) vilji segja okkur ungu börnunum æfisögur sínar, annað hvort í Sólskini, eða þá, sem allra æskilegast væri að láta prenta sérstaka bók með öllum æfisögunum, ásamt með myndum af því. Þessi bók skyldi svo seld okkur börnunum og yfir höfuð öllum Íslendingum og arðurinn svo látinn ganga til styrktar heimilinu. Eg geng út frá því sem alveg vísu að forstöðumenn Lögbergs myndu annast útgáfuna og gera verkið ódýrt. Þetta er uppástunga mín og vona eg sem barn að hún hljóti góðar undirtektir.

Eg hefi safnað nokkrum centum meðal íslenzku barnanna hér, sem eg sendi með þessum miða, ásamt með nöfnum gefenda.

Með innilegu þakklæti frá okkur öllum fyrir Sólskinssögurnar og ljóðin.

Jónína Thorarinsson.

 

Editor of Lögberg. Distinguished sir.

Deepest gratitude from me, my mother and my brother for the patch of Sólskin in your honourable paper, Lögberg.

Like the flowers that are born in spring and grow up with the rays that emanate from the sun’s cheeks. So, the Sólskin in Lögberg warms and evokes all good thoughts in the hearts of young people.

Your suggestion is taken most sincerely by all well-intentioned people that we children join hands and form the Sólskin-fund to support the elderly people’s home Betel in Gimli. This suggestion of yours in Sólskin should awaken Christian love in the hearts of all good children, and it would be sad if some children were found among us Icelanders, who either weren’t allowed or not able to support this good undertaking.

But now I would like to make a suggestion, whether or not the elderly people (the elderly Sunshine children) want to tell us young children their biographies, either in Sólskin, or then, which would be most desirable of all, to have a separate book printed with all the biographies, along with pictures of them. This book would then be sold to us children and preferably to all Icelanders and the profit then used to support the home. I assume it’s completely certain that the directors of Lögberg would take care of the publication and make the work inexpensive. This is my suggestion and I hope as a child that it gets a good reception.

I have collected a few cents among the Icelandic children here, which I am sending with this note, together with the donor’s names.

With sincerest gratitude from us all for the Sólskin stories and poems.

Jónína Thorarinsson.