"

123 Jón Hannesson, Aug 23, 1917

[August 23, 1917 Sólskin 2:46]

Svold, N. Dakota 13. ágúst 1917.

Háttvirti ritstjóri Sólskins.

Hér með sendi eg póstávísun upp á $9.00 sem sunnudagaskóli Péturssafnaðar hefir gefið í Sólskinssjóðinn. Upphæðin er smá, en margt smátt gerir eitt stórt, Guð gefi að þessi sjóður sem Sólskinsbörnin safna, geti orðið svo stór, að hægt verði að stækka heimilu gömlu Sólskinsbarnanna svo mikið að allir geti fengið þar aðgang sem þurfa.

Með innilegri kveðju til allra Sólskinsbarnanna.

Jón Hannesson.

 

Svold, N. Dakota August 13, 1917.

Distinguished editor of Sólskin.

I am sending along a money order for $9.00 which the Péturs-congregation Sunday school has donated to the Sólskin-fund. The amount is small, but many small things make one big thing, God granted that this fund which the Sunshine children collect can become so big that it will be possible to expand the home for the elderly Sunshine children so much that everyone who needs it can get admittance there.

With sincere greetings to all the Sunshine children.

Jón Hannesson.