"

128 Jóhannes & Jónatan Reykdal, Aug 29, 1917

[August 29, 1917 Sólskin 2:47]

High Prairie, 11. ágúst 1917.

Kæri ritstjóri Sólskins.

Eg þakka þér kærlega fyrir barnablaðið Sólskin, sem mér þykir svo vænt um; eg ætla að safna því saman og láta binda það í bók, og lesa það svo þegar eg er orðin stór. Eg hefi gaman af að lesa alt sem í því er. En fallegast þótti mér þó að lesa um gömlu börnin á Betel. Við bræðurnir sendum hér með $1.00 í Sólskinssjóðinn.

Með beztu óskum til þín og Sólskinsbarnanna.

Jóhannes Reykdal, 7 ára

Jónatan Reykdal, 12 ára.

 

High Prairie, August 11, 1917.

Dear editor of Sólskin.

Thank you sincerely for the children’s paper Sólskin, which I love so much; I would like to collect it together and have it bound in a book and read it when I grow up. I enjoy reading everything that is in it. But I found it most beautiful to read about the elderly children at Betel. We brothers are sending along $1.00 for the Sólskin-fund.

With best wishes to you and the Sunshine children.

Jóhannes Reykdal, 7 years old

Jónatan Reykdal, 12 years old.