"

28 Ingibjörg Bjarnason, Feb 24, 1916

[February 24, 1916 Sólskin 1:21]

Kæri ritstjóri Sólskins.

Eg þakka þér fyrir Sólskinið. Eg á lítinn bróður sem þykir mest gaman að “Nonna og fiskinum”, sem var í Sólskini; kannske það sé af því að hann heitir Nonni.

Eg ætla að segja þér sögu um leiksystur mína. Hún var þriggja ára gömul þegar frænka hennar kom til að heimsækja mömmu hennar. Hún heitir Fern. Frænku hennar þótti hún vera nokkuð óhrein í framan og sagði við hana: “Ósköp er að sjá andlitið á þér!” Þá svaraði Fern: “eg get ekki gert að því, það er eina andlitið sem eg á.”

Ingibjörg Bjarnason, 8 ára.

 

Dear editor of Sólskin.

Thank you for Sólskin. I have a little brother who very much enjoyed “Nonna og fiskinum,” which was in Sólskin; maybe it’s because he is called Nonni.

I would like to tell you a story about my playmate. She was three years old when her aunt came to visit her mom. She is called Fern. Her aunt thought that she had quite a dirty face and said to her: “It’s awful to see that face on you!” Then Fern answered: “I can’t do anything about it, it’s the only face I have.”

Ingibjörg Bjarnason, 8 years old.

 

Note: The story “Nonni og fiskurinn” (Engl. “Nonni and the fish”) appeared in the Nov. 18, 1915 issue of Sólskin (1:7).