"

52 Humphrey L. Gudmundson, May 18, 1916

[May 18, 1916 Sólskin 1:33]

Holar, Sask., 30. apríl 1916.

Kæri ritstjóri Sólskins: –

Af því að eg sé að svo mörg börn skrifa í blaðið okkar litla, Sólskin, þá langar mig til að reyna það líka.

Eg hefi gaman af að lesa það sem hin börnin skrifa og eg hefi undur gaman af smá sögum. Eina íslenzka smásögu hefi eg lesið svo oft að eg kann hana. Hún er af vonda Gvendi.

Sigga litla tólf ára, eins og eg er nú, hjálpaði honum svo hann varð að góðum manni. Eg vildi að allar litlu stúlkurnar sem skrifa í Sólskin væru eins og hún Sigga.

Mér þykir vænt um bók náttúrunnar og les hana. Það er gaman að heyra alt tala saman.

Mamma segir að börnin sem skrifa í Sólskin séu eins og fíflar í túni, strax og morgunsólin fer að skína á þá, byrja þeir að greiða gullkollana sína og standa svo í allri sinni tign og blóma þegar hún hækkar á lofti.

Eg vil ekki skrifa meira í þetta sinn, því eg veit ekki hvort þér líkar þetta bréf. Hlýja sumarkveðju sendi eg þér og öllum Sólskins börnum.

Með vinsemd.

Humphrey L. Gudmundson.

 

Holar, Sask., April 30, 1916.

Dear editor of Sólskin: –

Because I see so many children writing in our little paper, Sólskin, I want to try it too.

I enjoy reading what the other children write, and I really enjoy the little stories. I have read one Icelandic short story so often that I have memorized it. It’s the story of Gvendur the bad.

Little Sigga, twelve years old, like I am now, helped him so that he became a good man. I wish that all the little girls who write to Sólskin would be like Sigga.

I love Bók náttúrunnar (Engl. The Book of Nature) and read it. It’s nice when everything is in harmony.

My mother says that the children who write to Sólskin are like dandelions in the field, as soon as the morning sun starts to shine on them, they begin to unravel their golden crowns and stand in all their glory and bloom when it rises in the sky.

I don’t want to write more at this time, because I don’t know whether you will like this letter. I send warm summer greetings to you and all the sunshine children.

In friendship.

Humphrey L. Gudmundson. 

 

Note: The short story “Vondi Gvendur” (“Gvendur the bad”) previously appeared in print, for example, in Ný Kristileg Smárit (1897); Bók náttúrunnar (Naturens bok, Engl. “The Book of Nature”), written by Finnish author Zacharias Topelius, was translated into Icelandic by Friðrik Friðriksson and published in 1910.