"

27 H. M. Stanley Crawford, Feb 24, 1916

[February 24, 1916 Sólskin 1:21]

Heiðraði kæri ritstjóri Lögbergs.

Þakka þér fyrir Sólskin. Mér og systkinum mínum þykir mjög vænt um það, þegar það kemur. Því miður les eg enn ekki íslenzkuna, að eg geti lesið það alt sjálfur, en eg hlusta ánægður á þegar mamma les það fyrir mig, og klippir hún það úr, og ætlar að safna því í bók fyrir mig að eiga.

Eg hefi mjög gaman af að hlusta á sögurnar sem sólskinsbörnin setja í það, bæði yngri en eg, og á mínum aldri, svo eg er að hugsa um að segja dálitla sögu líka.

Okkur er það öllum kunnugt að fyrsti mánuður ársins, janúar, var voðalega frostharður. Nokkra daga af honum var pabbi minn í burtu, svo eldri bróður minn og eg urðum að gjöra útiverkin.

Í girðingu kringum fjósið okkar var bæði heystakkur og stakkur af óþresktum höfrum, til fóðurs fyrir hestana. Fyrsta daginn, þegar við komum út til að gefa hestunum, þá var hafrastakkurinn þakinn af smáum snjófuglum, sem voru að tína sér hafrakorn í litla munninn. Við lukum við verkin okkar og ætluðum heim, en þá sáum við hvar einn litli fuglinn lá dauður við stakkinn, og vorum við bræðurnir hræddir um að heykvísl annars hvors okkar hefði snert hann. Eg fór með litla, dauða fuglinn inn í hús að sýna mömmu og systrum mínum hann. Mamma gaf mér harða ávítun, fyrir að deyða litla, saklausa fuglinn, sem hafði verið að leita sér að matbjörg í kuldanum og snjónum. Systir mín tók fuglinn og bjó hann út eins og hann væri lifandi, bjó svo hreiður í fallega litla körfu, og setti hann þar í, lét svo körfuna hátt upp í húsið svo hann þornaði, og ekkert kæmi við hann.

Nokkru síðar komu þrjú nágranna börn að heimsækja okkur og var þeim sýndur litli fuglinn í körfunni. En í gáleysi var karfan með honum í, sett á bókaskápinn, en ekki í sama stað aftur. Næsta morgun þegar komið var á fætur, lá karfan á hvolfi á gólfinu og smáfjaðrir til og frá. Kötturinn okkar, sem hafði verið leyft að vera inni um nóttina vegna kuldans, hafði haft það fyrir næturverk að tæta sundur litla fuglshaminn, sem enginn matur var þó í fyrir hann. Eg reiddist við kisu, en það var til einskis. Eg fann að eg og bróðir minn vorum upphaflega orsökin til alls þessa mótlætis.

Eg er nú svo hræddur um að þer, kæri ritstjóri Sólskins, líki ekki þessi efnislitla saga til að setja hana í Sólskinsblaðið. En kannske eg geti gjört betur síðar.

Eg óska öllum Sólskinsbörnunum allrar hamingju og framfara á komandi tíð. Með virðingu.

febr. 1916, Athabasca, Alta.

H. M. Stanley Crawford, 11 ára.

 

Dear honourable editor of Sólskin.

Thank you for Sólskin. My siblings and I love it very much when it arrives. Unfortunately, I still cannot read Icelandic so that I can read it all by myself, but I am content listening when mom reads it for me, and she clips it out and will collect it in a book for me to have.

I very much enjoy listening to the stories that the Sunshine children put there, both younger than me and of my own age, so I was thinking about telling a little story too.

We all know that the first month of the year, January, was terribly frosty. For a few days that month, my father was gone away, so my older brother and I had to do the outdoor work.

Inside the fence around our barn, there was both a haystack and a stack of unthreshed oats used as fodder for the horses. The first day, when we came out to feed the horses, the stack of oats was covered with small snow buntings, which were picking at the oat seeds with their little mouths. We finished our work and were heading for home, but then we saw one little bird lying dead on the stack, and my brother and I were afraid that one of our pitchforks had hit him. I took the little dead bird into the house to show him to my mom and sisters. Mom gave me a severe scolding for killing the innocent little bird, who had been searching for food in the cold and the snow. My sister took the bird and prepared him as if he were alive, then made a nest in a beautiful little basket, and set him in there, placing the basket high up in the house to dry it off and so that nothing could reach it.

A little later three neighbouring children came to visit us, and they were shown the little bird in the basket. But carelessly, the basket with him inside was set on the bookcase, and not in the same place as before. The next morning when we woke up, the basket lay overturned on the floor with little feathers here and there. Our cat, who had been allowed to stay indoors during the night due to the cold, had used the nightshift to rip apart the little bird’s body, though it offered hardly any food for him. I was furious with the cat, but it was in vain. I felt that my brother and I were the original cause of all this misfortune.

Now I’m afraid that you, dear editor of Sólskin, won’t want to put this trivial story in the Sólskin paper. But maybe I could do better later.

I wish all the Sunshine children all the happiness and progress in the future. Respectfully.

February 14, 1916, Athabasca, Alta.

H. M. Stanley Crawford, 11 years old.