"

82 H. Guðjónsson frá Laxnesi, Nov 9, 1916

[November 9, 1916 Sólskin 2:6]

Til Sólskinsbarna.

H. Guðjónsson frá Laxnesi sendir.

Nú loks nenni eg að setast niður, taka mér skriffæri í hönd, og teygja fæturna inn undir skrifborðið, til að rita ykkur Sólskinsbörnunum vestra nokkrar línur – eins og eg var hálfvegis búinn að lofa í vor, þegar eg sendi ykkur fyrra bréfið, sem eg þakka nú ritstjóra Sólskins kærlega fyrir að hafa sýnt ykkur –.

– – – Það er nú tekið að hausta.

Þegar hretin og hrímið nálgast, þegar sólin fikrar sig neðar á himininn, með degi hverjum, þegar næturnar taka að lengjast og dagarnir að styttast, þegar grasið fer að falla, smávaxni íslenzki kjarrskógurinn að fella blöð, þegar alt sýnist á niðurgöngu á Íslandi – þá er að hausta. – Í náttúrunni! Við skulum samt gera ráð fyrir að inni í sálunum hausti ekki. Hugurinn ætti fyrir því að vera fullur með sumar og sólskin. – En þið megið ekki hugsa eða draga af orðum mínum þá ályktun að þegar hausti sé svo voðalega ömurlegt og leitt á íslandi. Nei. Það megið þið ekki halda. – Eg held að sumum góðskáldunum okkar og andríkismönnunum þætti það óljúfur missir ef haustið væri hrifið burtu úr tímanum og náttúrunni. – Vil eg þar til nefna mikla góðskáldið sáluga, Steingrím Thorsteinsson, sem þótti svo fjarska vænt um haustið og yndi þess. Hann hefir ort indælt kvæði sem heitir “Haustkvöld”. – Hann byrjar þannig.

[…]

– Eg má ekki eyða svo miklu rúmi núna af litla blaðinu ykkar að rita hér upp það fagra kvæði. Það er lýsing á fögru haustkveldi, þegar þíð aftansólin blikar blíð og slær geislum sínum bæði um land og sjó.

Skáldið situr í faðmi kvelddýrðar og horfir hugfanginn á náttúruna. Það er skuggsýnt, alt kyrt og hljótt, og sálarhrifni hins tilfinninganæma manns fyrir öllu fögru, eru aðaldrættirnir í þessu kvæði.

Hver veit, nema þú finnir, ef þú leitar vel í bókaskápnum hans pabba þíns, Steingríms-ljóðmæli? – og mundu mig þá um það, findu kvæðið Haustkvöld!

Eg sagði ykkur í bréfinu í vor að sumarið væri undirbúningstími undir veturinn. – En eg sagði ykkur ekkert frekar um það. – Eg sagði ykkur ekki hvað væri falið í þeim undirbúningi. Á eg að segja ykkur það ? – En eg skal verða svo stuttorður sem mér er unt.

Til sveita – úti um landið – er stundaður landbúnaður, sem jafnaðarlega er falinn í kvikfjárrækt.

Það kvikfé sem haft er, er venjulega kindur, hross og kýr.

Að líkindum hafið þið öll séð þessar skepnur þar vestra; en þær munu vera nokkuð frábrugðnar þeim íslenzku, þótt söm séu nöfnin. – Kindurnar eru smáar, og hafa oftast tvö horn út úr höfðinu. Hrossin eru smá, þið gætuð hugsað að þau væru folöld til móts við hrossin vestra. En þau eru fótviss og sterk, mjög þörf, enda er hesturinn kallaður þarfasti þjónninn. Öllum þykir vænt um hestinn sinn; margar fegurstu vísur sem til eru á íslenzku eru um hesta. Kýrnar eru kollóttar oftast og fremur smáar. Fé þetta gengur sjálfala á sumrum upp um fjöll og heiðar, kýrnar og vinnuhrossin í heimahögum. – En þegar vetrar, þegar snjórinn hylur fjöllin, heiðarnar og hagana og hvergi sést á stingandi strá, hvar er þeim þá athvarf með munn og maga?

En þessar skepnur eru á valdi mannsins og í eigu hans, hann á því að sjá þeim fyrir björg þegar bjargarlaust er í heimahögum. – Ef hann gerir það ekki deyja skepnur hans úr hor og hungri. – En þegar veturinn er kominn og snjórinn hylur foldina, getur hann ekki tekið þaðan grasið til að bera þeim. Það verður því að grípa gæs meðan gefst – eins og málshátturinn segir. – Það verður að taka fóðrið handa þeim þegar það næst, en það er á sumrin.

– Þið vitið að heyið – grasið – er fæða þessara skepna. Það er tekið af jörðinni á sumrin. – Til þess eru höfð verkfærí er heita orf. Orfið sjálft er úr tré, en neðan í því er ljár: = Beittur hnífur, sem sker grasið af jörðinni. Eftir að heyið er orðið laust er farið að þurka það. Það gengur oft illa ef rigningasamt er. Aðferðir og vinna við heyþurkunina er margvísleg, – fer bæði eftir tíðarfari og landslagi –, og eg veit að þið hafið ekkert gaman af að heyra um það, því held eg að eg sleppi því.

Þegar heyið er orðið þurt er það bundið í bagga og reitt á hestum eða tekið á stórum heygrindum að stórum heyhúsum, sem nefnd eru (hey)hlöður. Þar er heyið látið inn. – Þar bíður það vetrarins. – þá er það gefið fénu. – –

Í þessu er undirbúningstíminn undir veturinn falinn.

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Ef þið væruð komin hingað til mín núna skildi eg á augabragði koma með ykkur upp á fjallið, upp í berjamóinn, upp í hlíðina, þar sem fjólan angar og ljómar eins og stjarna himins og birkitrén lágu, lykja kring um smáu, fögru fjallablómin. – Við mundum setjast í runna, og horfa út yfir “landið fríða þar sem skínandi ár líða um grænar grundir” til hins bláa sævar. – Við mundum líta yfir “bygðir og búin,” “horfa á slegin heimatún” og yfir slegna “velli (vötn) og engi” – því það er komið haust og búið að slá grasið af jörðinni. Við mundum líta til “veiðivatna þar heiða og bala” og, “hnjúkafjallanna bláu”; á bak við þau gægjast tígullegar jökulkrónur – sem eru svo fagrar og tignarlegar í haustskininu að enginn penni fær lýst því með svörtu bleki. – Málarinn kemst næst því rétta. – Hvað finst fegurra í þessari veröld? hvar fæst betri sýning fyrir jafnlítið verð ? – Hér er gestrisnin nóg, eins og kveðið hefir verið um berjabrekkuna. Hún lætur í té hin indælu ber hverjum sem er, fyrir ekki neitt. – Berin eru smá vexti: Krækiber (svört), bláber, hrútaber (rauð), jarðarber, – þau þykja ljúffengust; bláberin eru og mjög góð – –

Eg er viss um að við gleymdum hvað tímanum líði. Fyr en okkur varði væri komið kveld, sem skáldinu góða finst svo mikið til um. – Gullroðin aftanskýin þeysa yzt í vestri – áttinni til hins víðáttumikla Vesturheims – þar sem þið búið. – Alt er sveipað indælum kveldroða. – Þið munduð falla í stafi af undrun fyrir þessari fegurð.

“– Hér vil eg una alla mína daga

alla sem guð mér sendir ….”

mundi eitthvert ykkar segja. – Og einhver mundi snúa við í nánd við skipsfjöl á leið burtu aftur ef honum yrði litið við, og segja eins og Gunnar: “Fögur er hlíðin, svo að mér hefir hún aldrei jafn fögur sýnst. Mun eg snúa heim aftur og fara hvergi!” – – – – –

Annars er eg ef til vill að gera það sem eg ekki má: – vekju heimþrá í hjörtum ykkar. – – –

Eg þakka af hjarta fyrir kvæðið: “Til vinanna heima”, sem birtist í Sólskininu ykkar fyrir nokkru. – Eg verð víst að myndast við að launa ykkur þær fögru vísur, og bið ykkur því fyrirgefningar á þessum ófullkomnu endurgreiðslustefjum.

[…]

Eg enda nú bréfið að þessu sinni. – Þakka ykkur kærlega fyrir þolinmælina – að hlusta á mig.

Fyrir jólin mun eg senda ykkur sögu, ef við lifum öll.

– Eg ætla að reyna að efna það.

– Þið verðið að bregða ykkur í huganum stöku sinnum heim – til heimahúsanna. – Eg tel ykkur aðeins í útlegð!

Með vinsemd.

H. Guðjónsson frá Laxnesi.

 

To the Sunshine Children

Sent by H. Guðjónsson from Laxness

I’m now finally in the mood to sit down, to take up my pen, to tuck my legs in under my desk, and to write a few lines for you, the Sunshine Children in the west – as I had more or less promised in the spring, when I sent you the first letter, which I now sincerely thank the editor of Sólskin for having shown you–.

– – – Now autumn has arrived.

When the snow and the frost approach, when the sun inches lower in the sky, with each passing day, when the nights become longer and the days get shorter, when the grass begins to die, the little Icelandic scrub forest loses its leaves, when everything seems to be in decline in Iceland – then it’s autumn. – In nature! We must, all the same, not consider it autumn in the soul. The mind should then be full of summer and sunshine. – But then you mustn’t think or draw from my words the conclusion that autumn is so horribly dismal and sad in Iceland. No. You mustn’t think that. – I think that some of our finest poets and brilliant minds would consider it a terrible loss if autumn were torn away from time and nature. – I will name here a very fine poet, the late Steingrimur Thorsteinsson, who loved autumn so very much and felt happy then. He composed a delightful poem called “Haustkvöld.” – It begins like this.

[…]

– Now I mustn’t take up so much space in your little paper writing out that beautiful poem here. It’s a description of a beautiful autumn night, when the warm setting sun gently glimmers and strikes its rays out over both land and sea.

The poet sits in the embrace of the evening glory and observes nature with fascination. It grows dark, everything is quiet and still, and the infatuation of the sensitive man’s soul for everything beautiful is the main feature of this poem.

Who knows but that, if you search carefully in your father’s bookshelves, you might find Steingrimur’s poetry? – and then don’t forget to find the poem “Haustkvöld”!

I told you in the letter from the spring that summer is a time to prepare for winter. – But I told you nothing more about it. – I didn’t tell you what those preparations would involve. Shall I tell you about that? – But I will be as brief as I can be.

Out in the rural areas – around the country – agriculture is practiced, which usually involves livestock farming. The livestock kept here is usually sheep, horses and cows.

It’s likely you have all seen these creatures there in the west; but they will be somewhat different from those in Iceland, though the names are the same. – The sheep are small, and most often have two horns coming out of their heads. The horses are small, you might think that they were foals compared to horses in the west. But they are steady and strong, very useful, as in the end the horse is called the most useful servant. Everyone loves their horse; many of the most beautiful verses in Icelandic are about horses. The cows are most often hornless and rather small. The sheep wander by themselves during the summer up in the mountains and heaths, the cows and workhorses in the home pasture. – But when winter comes, when the snow covers the mountains, heaths and pastures and not a blade of grass is seen, where then is there refuge for their mouths and stomachs?

But these creatures are in man’s control and in his possession, so he must see to their provisions when the home pasture is lacking. – If he does not, his creatures will die of starvation and hunger. – But when winter comes and snow covers the ground, he cannot take the grass from there and bring it to them. One must grab the goose while they can – as the saying goes. The feed must be taken for them when it can be had, and that is in the summer.

– You know that hay – the grass – is food for these creatures. It’s taken from the ground in the summer. – For this purpose, the tool is called a scythe. The scythe itself is made from wood, but at its end is a ljár: = a sharp blade, which cuts the grass from the ground. After the hay has been cut it begins to dry out. It often goes bad if it’s raining. The methods and work to dry hay out are varied, – depending on both the weather and the landscape –, and I know that you will get no joy hearing about that, so I think that I will skip it.

When the hay has dried, it’s tied in bundles and carried on horseback or taken by a big hay wagon to hay buildings, which are called (hay)barns. There the hay is stored. – There it waits for the winter. – then it’s given to the livestock.

This is what the preparations for the winter consist of.

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

If you came to where I am now, I would immediately go with you up into the mountains, up into the berry patches, up onto the hillsides, where the sweet-scented violets shine like the stars in the heavens and the birch trees stand, surrounded by the beautiful little mountain flowers. – We would sit down among the bushes, and look out over the “beautiful land where the gleaming rivers pass through the green meadows” to the blue sea. – We would look out over “villages and farms,” “look at the fresh-cut pasture,” and over mown “fields (lakes) and meadows,” – – for autumn has arrived and the grass has been cut from the ground. We would look to “the fishing ponds there and heaths and grassy patches” and “the blue mountain peaks”; from behind them, the majestic glacial crowns peek out – which are so beautiful and majestic in the autumn light that no pen can illuminate them in black ink. – The painter comes nearest to the truth. – Where could more beauty be found in this world? Where could one get a better show for the same price? – Here hospitality is enough, as has been said about the berry patch. It grants the lovely berries to any and everyone, for nothing at all. – The berries are small in size: Crow berries (black), blueberries, brambleberries (red), wild strawberries, – they are considered the tastiest; the blueberries are also very good. – –

I am certain that we would forget how time passes. Before we knew it, it would be evening, which the good poet thinks so much of. – The golden evening sky rushes toward the west – toward the vastness of the West – there, where you live. – Everything is wrapped in beautiful evening blush. – You would stagger in wonder at this beauty.

“ – Here I will enjoy all of my days

all that God will give me …”

some of you would say. – And some would turn back when journeying away, if you happened to look, and would say like Gunnar: “The hillside is beautiful, such that it has never seemed so beautiful to me. I will return home and never leave!”  – – – – –

Or I am perhaps doing that which I mustn’t do: arousing homesickness in your hearts. – – –

Deepest gratitude to you for the poem: “Til vinanna heima”, which appeared in your Sólskin a while back. – I was certain that I must reward you for those beautiful verses, and ask for your forgiveness for repaying you with these incomplete stanzas.

[…]

I will end this letter for now. – Thank you sincerely for your patience – for listening to me.

By Christmas, I will send you a story, if we all live.

– I would like to try to make it happen.

– You must think about home now and then – to your ancestral home – I think of you only as exiles!

In friendship.

H. Guðjónsson from Laxnes.

 

Note: The author of this letter was later better known as Halldór Laxness; his letter is accompanied by the first verse of Steingrímur Þorsteinsson’s poem “Haustkvöld” (Engl. “Autumn night”) which previously appeared in print, for example, in Snót, nokkur kvæði (1877); Halldór’s letter also includes several unacknowledged references to the works Jónas Hallgrímsson, to another poem by Steingrímur Thorsteinsson, and to a famous scene from the medieval Brennu-Njáls saga; the letter also includes an original poem titled “Til Sólskinsbarna” (Engl. “To the Sunshine children”) written in response to the poem  “Til vinanna heima” (Engl. “To friends in Iceland”) by Siggi Júl. that was first published in his Sögur og kvæði (1900–03).