"

57 H. Guðjónsson frá Laxnesi, Jun 15, 1916

[June 15, 1916 Sólskin 1:37]

Sólskinsbörn

Kveðjusending frá landa ykkar og vini austur á Íslandi.

– Sæl og blessuð börnin góð, – sérstaklega heilsað hinum íslenzku.

Eg hefi séð “Sólskinið” í “Lögbergi”, þann hluta blaðsins sem ykkur þykir vænt um. – Eg hefi lesið smágreinarnar sem þið hafið sent því – og það liggur við að eg sé hissa yfir því hve vel þið eruð að ykkur – að geta ritað indælar og liðugar skrítlur og frásagnir. – Eftir sögunum að dæma þá eruð þið betur að ykkur en systkini ykkar hér á ættlandinu ykkar, – það er langt frá að þau skrifi svo rétt og semji eins og þið, – sum og mörg a.m.k. –

Heyrið þið nú annars börnin góð! Ætti eg að segja ykkur nokkuð frá Íslandi – landinu sem ykkur á að vera allra kærast? – Eg heyri að þið samþykkið það og því vil eg nú segja ykkur dálítið þaðan.

Nú er að vora. – Þegar snjóinn leysir af fjallahlíðum og úr lautum, þegar ís og kuldi flýr úr dölunum, þegar sólin fikrar sig hærra og hærra upp á loftið, þegar næturnar fara að styttast og dagarnir að lengjast – þótt að enn séu heiðarnar snjóugar og engan bilbug undan vorhlýju að sjá á fjallatindum – þegar græn nál fer að lifna á jörðinni fyrir féð að bíta, þegar ærnar fara að bera, lömbin að leika í haganum, börnin að bera út gullin sín og byggja sér hús, þegar fullorðna fólkið fer að lagfæra það sem veturinn hefir fært úr lagi, þegar alt er á uppgöngu á Íslandi, þegar alt sýnist rísa úr vetrardvala, þá er að vora. – Og þá er indælt á Íslandi. – Eg veit ekki hvort þið þekkið bjartar nætur eða ekki – eg hygg þó síður, – en bjartar nætur eru eitt af því fegursta sem guð hefir látið landi voru til prýðis. Hafið þið hevrt þessa vísu:

[…]

Hún er falleg vísan þessi. Full af sólskini – enda hefir eitthvert mesta sólskinsbarn sem Ísland hefir eignast – Þorsteinn Erlingsson – gert hana. Þessa vísu eigið þið öll að læra og í hvert skifti sem þið farið með hana skuluð þið minnast þess að: á sumum stöðum á Íslandi rennur sólin ekki til viðar (gengur ekki undir) að nóttu á vorin.

Það eru fögur vorljós. Sífeldur dagur í nokkur dægur. – Miðnætursól! Þetta skeður siðari hluta vorsins, sem kallað er um jónsmessuleitið. Og það eru einhver fegurstu náttúrubrigðin á Íslandi – enda rómuð í skáldskap.

Í vetur var snjórinn mikill, mjög mikill; í dalnum sem eg á heima í er hann mestallur þiðnaður. – En dalurinn er umkringdur fjöllum á alla vegu. Þau skauta ennþá hvítu. Stóra heiðin hér fyrir ofan er alþakin snævi. Þar sést hvergi í dökkan díl.

Íslenzku börnin eiga nú mikla dýrð fyrir höndum – sumarið. Þau hlakka öll til sumarsins. Drengjunum þykir gaman að gæta ánna, en telpurnar mjólka.

Þegar drengirnir á sumarmorgnum labba út í hagann með ærnar á undan sér og seppa við hlið og malpokann á öxlinni, hafa þeir með sér bækur að lesa sér til gamans. – Þegar eg sat hjá las eg flestar Islendingasögurnar sem segja frá hreystiverkum og dugnaði forfeðra vorra á gullöldinni – eg var búinn með allar Íslendingasögurnar þegar eg var 11 ára. – Ef að mann langar að elska landið sitt en gerir það ekki beinlínis, þá er meðalið þetta: Lestu Íslendingasögurnar, með þeim drekkurðu í þig ættjarðarást. – Ekki get eg fullkomlega gert mér grein fyrir hvernig ást mín til landsins hefir aukist við lestur þeirra sagna, en það er víst: Aukist hefir hún og það einmitt við lestur Íslendingasagna; og þessvegna vil eg segja ykkur að meðalið er einhlýtt. – –

Sumarið er undirbúningstími undir veturinn – sumarið er eina líknin hér. Ef ekki væri sumar, væri ekki stundaður landbúnaður. Sumarið er að vísu stutt, en það er þó nógu langt; – ef altaf væri sumar mundu allir menn vera landeyður! – Sumarið er fult með Sólskin. Þessvegna finst mér að blaðið ykkar Sólskin verði að segja ykkur það. – –

Veturinn með allan kuldann og snjóinn er okkur líka til yndis. – Íslenzku börnin hlakka líka til vetrarins. Þá fá þau að ganga á skólann, og það þykir þeim öllum gaman, og svo leika sér á snjónum. Fram af fönnunum í hlíðunum fara þau á sleðum og skíðum. – Smalarnir gæta fjárins á skíðum. Annars verða þeir að vaða snjóinn í hné. Stundum kemur regn ofan í snjóinn. þá verður hann að krapi og bleytuslabbi. Þá er ekki hægðarleikur að komast yfir jörðina – Á vetrum eru haldnar sveitaskemtanir ekki síður en í kaupstöðum. Það er mest dans. Honum ætla eg ekki að hæla. – Mikið er hlakkað til jólanna af börnunum hér – þið þekkið nú víst bezt sjálf hvernig því er varið.

Margir eru fátækir hér og börnin þeirra geta aldrei fengið nægju sína. Þeim er hjálpað eftir megni. – Reykjavík er miðstöð (allrar) menningar hvað skóla og þvílíkt snertir. Víða eru nú í þorpum alþýðuskólar og bændaskólar, – en í Reykjavík er háskóli og aðalmentaskóli – auk feikilegs fjölda mentastofnana.

Mörg blöð eru gefin út hérlendis, og vil eg nú geta um við ykkur og Sólskinið, þau tvö æskulýðsblöð, sem gefin eru út hér á Íslandi. Þau heita “Æskan” og “Unga Ísland”. – “Æskan” er helzt fyrir smábörn, en “Unga Ísland” fyrir stærri börn. Mér þykir vænt um bæði og les þau að jafnaði. Ritstjórar eru barnakennarar og barnavinir. Bæði blöðin koma út mánaðarlega, 8 síður á góðum pappír, með myndum, sögum, kvæðum og gátum eða heilabrotum, alt við barnahæfi. Blöðin eru mikið keypt og gefa þau kaupbæti.

Nýlega birtist greinarkorn, sem eg skrifaði, í Æskunni. Var það um ykkur og Sólskinið. Eg sagði Æskunni frá sögunum ykkar og hvað þið væruð dugleg og hvað ritstjóri Lögbergs hefði verið hugsunarsamur að eftirláta ykkur hluta af blaði sínu. – Eg veit að eg má skila til ykkar kveðju frá samlöndum og jafnöldrum ykkar sem Æskuna lesa. Eg veit að eg má segja: “Æskubörnin” á Íslandi óska “Sólskinsbörnunum” íslenzku í Ameríku farsællar framtíðar og alls hins bezta!

Mikið langar mig einhverntíma við tækifæri að senda ykkur sögu í Sólskinið, ef ritstjórinn vill taka hana. Það verður alt frá íslandi. – Þeir stóru bræður og systur hafa tekið höndum saman yfir hafið; því ættu litlu barnshöndurnar ekki að geta það með því að kynnast og elskast i orði og verki. – Æskulýðsblöðin á Íslandi og íslenzka æskulýðsblaðið í Ameríku lifi! – Æska – Sólskin – –.

Með beztu kveðju til Sólskinsbarna.

Frá ykkar elskandi vini.

H. Guðjónsson frá Laxnesi.

 

Sunshine Children

Greetings from your compatriots and friends east in Iceland.

– Blessings, dear children – with a particular greeting to the Icelanders.

I have seen “Sólskin” in “Lögberg”, that part of the paper you love. – I have read the little articles you have sent – and it happens that I am astonished at how well you are doing – to be able to write delightful and clever jokes and stories. Judging by the stories, you are better off than your siblings here in your home country, – they are far from writing as properly and composing as well as you – many of them at least.

Now listen up, good children! Shall I tell you some things about Iceland – the land that you love most of all? – I sense that you agree with this, and so I will now tell you a little about it.

Now it’s spring. – When the snow melts from the mountain slopes and out of the hollows, when ice and cold escape from the valleys, when the sun inches higher and higher in the sky, when the nights begin to shorten, and the days get longer – though the heaths are still snow covered and there is no sign of spring warmth to be seen on the mountain tops – when green buds begin to come to life for the sheep to feed on, when the ewes start giving birth, the lambs play in the pasture, the children carry out their toys and build their houses, when grownups start to put into order that which the winter has put out of order, when everything is in swing in Iceland, when everything seems to rise up out of hibernation, then it’s spring. – And then it’s lovely in Iceland. – I don’t know whether or not you’re familiar with white nights – I think rather not, – but white nights are one of the most beautiful things with which God has decorated our land. Have you heard this verse:

[…]

This is a beautiful verse. Full of sunshine – after all one of the greatest sunshine children Iceland has had – Þorsteinn Erlingsson – made it. You should all learn this verse and every time that you recite it you will remember this: in some places in Iceland the sun never goes down (doesn’t set) during the night in spring.

The spring light is beautiful. Constant daylight over many days. – The midnight sun! This happens in the latter part of spring, which is called the feast of St. John the Baptist. And it’s one of the most beautiful natural features of Iceland – and is famous in literature.

This winter the snow was heavy, very heavy; in the valley where I live, it has mostly melted. – But the valley is surrounded by mountains in every direction. They are still capped in white. The big heath above us here is totally covered in snow. There’s not a spot of darkness to be seen.

Now the Icelandic children have a great glory before them – the summer. They are all looking forward to summer. The boys enjoy tending to the sheep, and the girls to the milking.

On summer mornings, when the boys stroll out in the pasture with ewes before them and a dog at their side and a pack on their shoulders, they have books with them to read for fun. – When I sat down to read, I mostly read the Icelandic sagas, which tell of the courageous deeds and diligence of our forefathers in the golden age – I had finished all of the Icelandic sagas when I was 11 years old. – If a person wants to love their country but cannot do it directly, then this is the medicine: Read the Icelandic sagas, with them you will absorb patriotism. – I’m not able to understand fully how my love for the country has grown from reading the sagas, but one thing is certain: It has grown precisely from reading the Icelandic sagas; and so I can tell you that the medicine works. – – –

The summer is a time of preparation for the winter – the summer is the one mercy here. If it wasn’t for summer, there would be no opportunity for agriculture here. The summer is certainly short, but it’s long enough; – if it was always summer everyone would be a layabout! – The summer is full of Sunshine. So, it seems to me that your paper Sólskin must tell you about it. – – –

The winter with all the cold and the snow is also a pleasure for us. – Icelandic children also look forward to the winter. Then they get to go to school, which they all enjoy, and play in the snow. Over the snowdrifts on the hills, they go with sledges and skis. – The shepherds tend to their flocks on skis. Otherwise, they would have to wade through knee-deep snow. Sometimes rain falls over the snow. Then it becomes slushy and wet. Then it’s no easy task to cover any ground – In the winter, there are celebrations in the countryside, no less than in towns. It’s mostly dancing. I won’t go into that too much. – The children here are much looking forward to Christmas – you are surely already well informed about that.

Many people are poor here and their children can never get enough. They are helped as much as possible. – Reykjavík is the centre (of all) culture in terms of schools and similar things. In many villages, there are now public schools and agricultural schools – but in Reykjavík there is a university and a junior college – as well as many other cultural institutions.

There are many papers published here, and I would now like to mention to you and Sólskin two children’s papers that are published here in Iceland. They are called Æskan and Unga Ísland. – Æskan is for young children, but Unga Ísland for older children. I love them both and usually read both. The editors are teachers and friends to children. Both papers are published monthly, 8 pages on quality paper, with pictures, stories, poetry and riddles or puzzles, all suitable for children. The papers are bought by many, and they are a bargain.

Recently a short article, which I wrote, appeared in Æskan. It was about you and Sólskin. I told Æskan’s readers about your stories and how diligent you were and how the editor of Lögberg had been so thoughtful to leave a part of his newspaper for you. – I know that I can pass along greetings to you from your compatriots and peers, who read Æskan. I know that I can say: the “Æskan children” in Iceland wish the Icelandic “Sunshine children” in America a happy future and all the best!

I would very much like to take the opportunity some time to send you a story for Sólskin, if the editor will take it. That’s all from Iceland. – Our big brothers and sisters have joined hands across the sea; shouldn’t the little children’s hands do the same by getting to know and love each other through their words and deeds. – Long live the children’s papers in Iceland and the Icelandic children’s paper in America! – Æskan – Sólskin – –.

With best wishes to the Sunshine children.

From your loving friend.

H. Guðjónsson from Laxnes.

 

Note: The author of this letter was later better known as Nobel prize winning author Halldór Laxness; his letter was accompanied by a stanza from Þorsteinn Erlingsson’s poem “Lágnætti” (Engl. “Midnight”); the poem previously appeared in print, for example, in his Þyrnar, nokkur kvæði (1905); the short article Halldór mentions near the end of his letter was published in the June, 1916 issue of Æskan and was also reprinted in the June 29, 1916 issue of Sólskin (1:39).