67 Anna Þ. Clements, Aug 3, 1916
[August 3, 1916 Sólskin 1:44]
Til Sólskins
Aðfaranótt 7. júli dreymdi mig að til mín kom maður og sagði mér að hann væri að hugsa um að gefa út blað fyrir börnin, sem ætti að heita Sólskin, sér þyki of lítið Sólskinið í Lögbergi. Hann sagðist láta það koma út tvisvar í viku og sagðist því þurfa að fá börnin til að skrifa í það, og bað hann mig að reyna að vera með. Lofaði eg því, og þótti mér hann þá fara.
En eg fór að skrifa um tvö systkini, sem eg mundi eftir að faðir minn hafði talað um að hann hefði þekt heima á Íslandi, þau voru svo góð að þau máttu fyrirmynd heita annara barna. Nöfn þeirra voru Guðrún og Guðjón og voru þau 15 og 13 ára þegar hann þekti þau síðast, og sagðist hann oft hafa heyrt óviðkomandi folk tala um þau og hafði öllum komið saman um að þau væru þau beztu börn, sem þeir hefðu þekt, því enginn sagðist hafa heyrt ljótt orð af þeirra munni, og var þó heimili þeirra engin undantekning frá ljótu orðbragði.
Þetta þótti mér svo fallegt eftirdæmi, bæði fyrir mig og önnur börn, að mér fanst það mega til að komast í Sólskin, ef ritstjórinn vildi gera svo vel og taka það.
Þetta var eg að hugsa þegar eg vaknaði, og mundi þá að eg kunni ekki að skrifa nema tölustafi, svo eg sagði föður mínum drauminn og bað hann að skrifa hann fyrir mig.
Foam Lake, Sask., 20 júli 1916.
Anna Þ. Clements, 6 ára.
⁂
To Sólskin
On the eve of July 7th, I dreamed that a man came to me and told me that he was thinking of publishing a paper for children, which should be called Sólskin, he thought Sólskin in Lögberg was too small. He said that he would have it come out twice a week and said it was necessary to get children to write for it, and he asked me to try to take part. I promised I would, and then it seemed to me that he left.
And I began to write about two siblings, whom I remember my father had said that he had known back home in Iceland, they were so good that they could be a model for other children. Their names were Guðrún and Guðjón and they were 15 and 13 years old when he last knew them, and he said that he had often heard different people talk about them and they had all agreed that they were the best children they had ever known since no one said they had heard a bad word come out of their mouths even though their home was no exception when it came to bad language.
I thought this was such a beautiful example, both for me and other children, that I felt it must appear in Sólskin, if the editor would please accept it.
This was what I was thinking when I woke up, and then I remembered that I couldn’t write, apart from numbers, so I told the dream to my father and asked him to write it out for me.
Foam Lake, Sask., July 20, 1916.
Anna Þ. Clements, six years old.