"

6 Ólöf Dagmar Breiðfjörð, Dec 2, 1915

[December 2, 1915 Sólskin 1:9]

Kæri ritstjóri Sólskins.

Ég hefi séð að börnin eru að skrifa í Sólskin, svo ég ætla að skrifa líka.

Ég er tólf ára; ég á fjórar systur og tvo bræður. Þegar ég á von á póstinum, þá hlakka ég mest af öllu til að sjá Sólskin. Þegar ég er búin að fá árganginn, þá ætlar bróður minn að binda það inn í bók.

Ég vona að þú getir látið þetta í litla sólskinsblaðið.

Ólöf Dagmar Breiðfjörð,

Clarkleigh

 

Dear editor of Sólskin.

I have seen that children are writing to Sólskin, so I would like to write too.

I am twelve years old; I have four sisters and two brothers. When I’m waiting for the mail, I look forward to seeing Sólskin most of all. When I’ve finished getting the volume, then my brother will bind it in a book.

I hope that you can put this in the little Sólskin paper.

Ólöf Dagmar Breiðfjörð,

Clarkleigh