"

136 Lárus Scheving, Sep 13, 1917

[September 13, 1917 Sólskin 2:49]

Heiðraði ritstjóri Sólskins.

Eg legg hér innan í fimm dollara í Sólskinssjóð gamla fólksins.

Eg vinn fyrir mömmu mína og hefi í kaup fimm cent á viku. Legg eg það, ásamt öllum centum sem eg fæ fyrir sætindi (candy), á lítinn “banka” sem eg á.

Eg hefi mikið gaman af að lesa Sólskinið og safna því saman.

Með kærri kveðju til allra Sólskinsbarnanna, þeirra öldruðu og ungu.

Lárus Scheving.

 

Honourable editor of Sólskin.

I leave five dollars inside here for the Sólskin-fund for the elderly people.

I work for my mother and am paid five cents per week. I put it together with all the cents that I get for sweets (candy), in a small “bank” that I have.

I really enjoy reading Sólskin and collecting it together.

With sincere greetings to all the Sunshine children, the old and the young.

Lárus Scheving.