"

115 Jóhanna Franklin Johnson, Aug 16, 1917

[August 16, 1917 Sólskin 2:45]

Vidir P. O. júlí 29. 1917

Kæri herra ritstjóri Sólskins.

Mér þykir gaman að Sólskini og vil vera sólskins barn. Það fyrsta sem eg geri þegar blaðið kemur, er að lesa Sólskin. Mér þykir mjög gaman að sögum um dýr og fugla. Eg er nú farin að ganga á skóla og þykir mér gaman að læra. Eg hefi fundið mörg hreiður með ungum í og altaf hlaupið heim til mömmu til að fá korn og haframjöl til að gefa litlu aumingjunum, þá koma þeir með opinn munninn til að taka á móti því, sem eg hefi til að gefa þeim. Eg legg hér innan í $1 í þann sjóð til Sólskins barnanna á Gamalmenna heimilinu á Gimli, með þeirri ósk að fleiri lítil sólskins börn geri það sama. Með beztu óskum til ritstjóra Sólskins og allra sólskins barna.

Jóhanna Franklin Johnson, 7 ára

 

Vidir P. O. July 29, 1917

Dear mister editor of Sólskin.

I enjoy Sólskin and want to be a Sunshine child. The first thing I do when the paper arrives is read Sólskin. I really enjoy the stories about animals and birds. I have now started to go to school and enjoy learning. I have found many nests with chicks in them and always run home to Mom to get grain and oatmeal to give to the little weaklings, then they come with their mouths open to receive what I have to give to them. I leave $1 here for the fund for the Sunshine children at the Elderly people’s home in Gimli, with the wish that more little Sunshine children will do the same. With best wishes to the editor of Sólskin and to all the Sunshine children.

Jóhanna Franklin Johnson, 7 years old