83 Stefán B. Ísdal, Nov 9, 1916
[November 9, 1916 Sólskin 2:6]
Cloverdale, B.C, 22. okt. 1916.
Kæru Sólskinsbörn.
Nú er Sólskin orðið ársgamalt og er það stærra að því skapi sem það er eldra. Og þar af leiðandi aettum við að skrifa fleiri bréf í það, eða eitthvað sem við höfum gaman af. Eg hefi nú lítið að skrifa nema það sem skeður hvern daginn. En eg ætla að segja ykkur hvað sá skóli heitir sem eg geng á, og heitir hann Mud Bay skóli, og stendur við alfara veg. Er það fallegur og mikill dalur og renna tvær ár eftir honum og eru steinbrýr yfir þær og flóðlokur undir þeim báðum, og sigla bátar og skip fast upp að þeim, til að sækja vörur sem bændur hafa til að selja. Eru láir hálsar sitt hvoru megin við bændabýlin, allir skógi vaxnir. – Hér er altaf gott veður, engvar rigningar þetta haust, en ofur lítil næturfrost.
Að endingu kveð eg ykkur öll, með beztu óskum til ykkar allra. Og við vonum að mega halda áfram að skrifa í Sólskin, þó það verði stórt, því það verður langt þangað til við verðum stór. Þið verðið að gera mér þá ánægju að skrifa af ykkar skólaplássi. Með vinsemd til ykkar allra.
Stefán B. Ísdal, 9 ára.
⁂
Cloverdale, B.C., October 22, 1916.
Dear Sunshine Children.
Solskin is now one year old and is bigger as is usual when getting older. And it follows that we should write more letters to it, or something we enjoy. I have little to write about now except that which happens every day. But I would like to tell you the name of the school I go to, and it’s called Mud Bay school and stands on the main road. It’s a big and beautiful valley and two rivers run along it and there are stone bridges over them and floodgates under them both, and sailboats and ships travel up to them, to fetch the goods that farmers have for sale. There are low hills on either side of the farms, all of them wooded. – The weather is always good here, no rain in the fall, but a little frost at night.
In closing, I say goodbye to you all, with best wishes to you all. And we hope to be able to continue to write to Sólskin, even though it’s getting bigger because it will be a long time before we will be big. You must do me the pleasure of writing about your schools. In friendship with you all.
Stefán B. Ísdal, 9 years old.