"

32 Þórey G. Ísdal, Feb 24, 1916

[February 24, 1916 Sólskin 1:21]

Cloverdale, B.C., 2. febr. 1916.

Heiðraði ritstjóri Sólskins.

Eg þakka þér fyrir að þú lézt bréfið mitt í Sólskin. Eg er glöð að vera farin að skrifa í blað, og svo þykir mér svo skemtilegt að lesa öll bréfin frá börnunum og alt sem er í Sólskini. En svo ætla eg að segja þér af honum Tima gamla. Hann hefir komið hingað á silfurskónum sínum, sem hann er á austur í Manitoba um þetta leyti árs, og hefir hann verið gustmikill og ljótur undir brún, og hefir okkur börnunum komið það óvart, því hann hafði altaf grænu sumarskóna sína hér í fyrra vetur.

Eg ætla að láta hér gamla vísu, sem hefir verið kveðin heima um ættlandið okkar gamla. Hér horfir líkt við þar sem snjóhvítir fjallatopparnir gægjast yfir risavaxinn skóginn. Hún er svona:

[…]

Með vinsemd og virðingu.

Þórey G. Ísdal.

 

Cloverdale, B.C., February 2, 1916.

Honourable editor of Sólskin.

Thank you for you putting my letter in Sólskin. I am glad to have written to the paper and find it so much fun to read all the letters from the children and everything that is in Sólskin. But I would like to tell you about Old Man Time. He has come here in his silver shoes, as he is in the east in Manitoba at this part of the year, and he has been very gusty and with a dreadful face, and has come as a surprise to us children, since he always wore his green summer shoes here last winter.

I would like to put here an old verse, which has been recited at home about our old homeland. Here we likewise see how the snow-white mountaintops peek over the gigantic forest. It goes like this:

[…]

With friendship and respect.

Þórey G. Ísdal.

 

Note: Þórey’s letter was accompanied by a stanza by Páll Ólafsson; the stanza previously appeared in print, for example, in Snót, nokkur kvæði eptir ýmis skáld (1877).